Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Hín íslenska umhverfisvernd hefur ekki náð á haf út.

Einn var að smíða ausutetur, annar hjá honum sat,........

Þetta merki er tilraun til þess að reyna að telja mönnum trú um að íslenska fiskveiðistjórnunin sé ábyrg, en auðvitað ekki umhverfisvottun.  Það er nokkuð hjákátlegt að sjá Árna Finnsson ræða um þau hin sömu mál sem hefur hreint ekkert látið sig þau varða, í krafti sinna samtaka í átt til framþróunar fyrir fimm aura.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekki umhverfisvottun heldur upprunamerki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfugmælavísa, ábyrgra fiskveiða.

Einu sinni enn á að reyna að auka trú manna á erlendri grund um ábyrgar fiskveiðar hér á landi, nú með merki, þótt ekki hafi kvótakerfið byggt upp fiskistofna hér við land í áratugi, án þess að menn hafi náð að eygja sýn á aðferðafræðina sjálfa.

Magn botnveiðarfæra, brottkastið , hlutfall stærðareininga í fiskiskipaflotanum sem flokkast geta undir umhverfisvæn veiðarfæri svo ekki sé minnst á efnahagslega þætti einnar þjóðar af skipulagi frjálsa framsalins með kvóta, og þjóðhagslegri óhagkvæmni en ekki sjálfbærni, mun seint verða talið til ábyrgra fiskveiða einnar þjóðar,

því miður.

Ég man ekki betur en mönnum hafi gengið illa að markaðssetja vistvænan landbúnað á erlendri grund þar sem álika hugmyndir voru uppi, um hálfkveðnar vísur.

kv.Guðrún María.


mbl.is Merki um ábyrgar fiskveiðar Íslendinga vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kona og karl sem koma á óvart.

Ég kynntist Ásgerði Jónu fyrst í störfum með Landssambandi kvenna í Frjálslynda flokknum og síðar í starfi sem sjálfboðaliði með henni hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Hún er dugnaðarforkur svo mikið er víst, og á fullt erindi á Alþingi Íslendinga með innsýn í flest svið samfélagsins.

Ég hef nýlega kynnst Sturlu Jónssyni en mín viðkynni af honum eru einungis góð, baráttumaður réttlætis, með gagnrýni á samfélagið sem skilað hefur umbreytingum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ásgerður Jóna leiðir í Reykjavík Suður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisreksturinn og skattkerfið.

Hvað er eðlilegt við það að á sama tíma og launum hefur í raun verið haldið niðri hér á landi að hið opinbera þenjist út og ríkið sé með umsvif að virðist næstum í samkeppni við hinn frjálsa markað sem menn þóttust vilja viðhafa ?

Hinn almenni Íslendingur var gerður að þræl á skattagaleiðu stjórnvalda þar sem umsvif hins opinbera minnkuðu nákvæmlega ekki neitt við tilraunir til umbreytinga í átt að frjálsu markaðskerfi, sem aftur segir all mikið um hve innvinkluð forsjárhyggjan er hér á landi, vinstra og hægra megin við miðju.

Tónlistarhúsið er eitt dæmi um forsjárhyggju þar sem vinstri og hægri forssjárhyggjan hafa rekist upp á sama skerið í raun í málamyndasýndarmennsku vitundar um menningu í landinu.

Vantar okkur tónlistarhús meðan ekki er hægt að kosta skólamáltíðir í skólum ellegar tannlækningar að fullu fyrir börn ?

Vantar okkur jarðgöng meðan atvinnustefnan gerir það að verkum að fólkið flyst burt af landsbyggðinni vegna atvinnuleysis ?

Vantar okkur kanski stefnu í atvinnuvegum einnar þjóðar með tilliti til þjóðahagsmuna þar sem skattkerfið og skipulag þess skiptir máli ?

Gæti verið.

kv.Guðrún María.

 

 


Loksins, loksins, er farið að ræða skipan mála hjá verkalýðshreyfingu þessa lands.

ER það eitthvað eðlilegt að formenn verkalýðsfélaga séu með margfalt hærri laun en verkamaðurinn sem þeir semja fyrir sem forystumenn í samningum ?

Guðmundur jaki, heitinn varaði við hagfræðingastóðinu ef ég man rétt og það skyldi þó aldrei að hafi verið orð í tíma töluð á þeim tíma.

Alls konar kostnaði hefur verið hlaðið inn í skipan verkalýðsmála, og nægir þar að nefna yfirstjórnunarapparatið ASÍ, sem regnhlifarbandalag fyrir verkalýðsfélög í landinu og BSRB í opinbera geiranum.

Gæti verið að það kostaði eitthvað að reka slíkt apparat og hver skyldi borga kostnaðinn nema launþeginn á lúsarlaunum á vinnumarkaði ?

Félagsgjald til verkalýðsfélaga og iðgjald í lífeyrissjóð er lögbundið en sama lagaapparat leyfir það enn að stjórnir verkalýðsfélaga skipi að sjálfdæmi í stjórnir lífeyrissjóða, án aðkomu launamannsins að slíku.

Því til viðbótar hafa atvinnurekendur einnig komist í stjórnir sjóða þessara eins fáránlegt og það nú er.  Þetta skipulag hafa vinstri menn hér á landi varið í áraraðir en verður að telja afdalafyrirkomulag lýðræðisleysis fram í fingurgóma.

Lífeyrissjóðirnir voru nýttir til þess að fjárfesta á hinum nýstofnaða hlutabréfamarkaði hér á landi á sínum tíma og í hverju ?

Jú óveiddum fiski úr sjó, með öllum þeim mögulegu og ómögulegu óvissuþáttum sem slíkt innihélt eðli máls samkvæmt.

ALDREI skyldi lögboðin innheimta af launamönnum notuð og nýtt í fjárfestingu óvissuþátta hvers konar, á fjárfestingabraskmarkaði, ALDREI.

Það er skömm og hneisa stjórnmálamanna að hafa ekki fest fingur á þessu máli, fyrir löngu síðan.

kv.Guðrún María.

 

 


Stórfurðulegar áherslur íslenskra umhverfisverndarpólítíkusa.

Því miður hafa umhverfisverndarsinnar hér á landi  margir hverjir ekki enn náð að eygja skóginn fyrir trjánum í blindum áróðri gegn álverum, nær eingöngu.

Á sama tíma hafa sjónir manna ekki beinst að framleiðsluháttum atvinnuveganna í sjávarútvegi og landbúnaði sem heitið geti, og hin vondu álver og virkjanaframkvæmdir þeim tengd blásið upp sem upphaf og endir í íslensku samfélagi.

Ef menn hefðu nú gaumgæft agnarögn betur verksmiðjuframleiðslu sjávarútvegs og landbúnaðar og rýnt í þjóðhagslega hagkvæmni þess skipulags að stækka og fækka um landið allt, sem aftur kostaði svo og svo mikið fyrir Íslendinga alls staðar á landinu , þá væri einblýni á álverin og virkjanir ekki efst á blaði.

Hinir sjáflsskipuðu umhverfisverndarpostular sem róíð hafa fram sinni grænu umhverfisspólítik hafa fæstir séð út fyrir landssteinanna, hvað varðar umhugsun um lífríki sjávar við landið.

Þeir hafa ekki látið sig varða umbreytingar á handónýtu kerfi sjávarútvegs í landinu, þar sem tekist hefur að minnka sjávarfang margfalt með lélegu kerfi sem enginn hefur séð nauðsyn að endurskoða.

Niðurbrotin kóralrif á Íslandsmiðum virðast minna mál en vapp heiðagæsa á hálendinu, sem þó færa sig til eftir aðstæðum en kóralrifin vaxa í öldum talið.

Ég hygg að umhverfisvernarsinnar ættu að skoða mál í víðara samhengi en það eitt að einblýna á álver og virkjanaframkvæmdir eingöngu sem er þröng sýn á viðfangsefnið.

kv.Guðrún María.

 

 


Þetta vakti athygli mína.

Prófessor Ólafur Harðarson er mætur maður sem alla jafna er hvað manna líklegastur til þess að gæta hlutleysis í afstöðu sinni sem fræðimaður.

"Það er líka hættulegt að afskrifa menn of snemma,“ segir Ólafur og bendir á að það sé einnig of snemmt að afskrifa Frjálslynda flokkinn. „Þó hann mælist lágt núna þá hefur það gerst áður,“ segir hann og bætir við að núverandi aðstæður á Íslandi séu mjög sérkennilegar og því óvissan enn meiri en oft áður."

Alls konar umfjöllun hinna ýmsu miðla um prófkjör helgarinnar og nýja kandídata hefur aðeins verið um þá flokka sem viðhafa prófkjör ekki fleiri, og minn, " ....... flokkur " þar ekki með.

Hér er tilbreyting frá þeirri umfjöllun.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekki hægt að afskrifa neina lista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðið og framgangur þess.

Væri ekki betra að láta frambjóðendur keppa í hundrað metra hlaupi við uppröðun á lista fyrir kosningar heldur en að henda fjármunum í súginn á tímum sem þessum ? Fjármunum sem varið er í auglýsingaskrum allra handa.

Held reyndar að hundrað metra hlaupið mætti einnig nota í forvali og uppröðun hjá þeim flokkum er það iðka, svona til þess að auðvelda aðferðir allar.

Auðvitað mætti selja inn á hundrað metra hlaupið sem aftur gæti nýst flokkunum sem fjármagn í kostningabaráttu, eða hvað ?

kv.Guðrún María.

 


Umhugsunarvert atriði.

Dögg á heiður skilið fyrir að birta sinn kostnað í þessu sambandi og sannarlega gefur það augaleið að sá kostnaður sem slíkt inniheldur er ekki á færi allra, sem aftur segir sína sögu um aðkomu fólks að stjórnmálum.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Prófkjörið kostaði 442 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVERJIR skópu skilyrði til hins ævintýralega Matadorleiks íslenskra fyrirtækja ?

Svarið er sitjandi stjórnvöld í landinu, með því að undirgangast alþjóðlega skilmála landamæraleysis fjármálafyrirtækja og andvaraleysi gagnvart þróun hins íslenska fyrirtækjaumhverfis hér á landi.

Þrír stjórnmálaflokkar hafa þar dansað vangadans, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Framsóknarflokkur, aðrir hafa andmælt þróun mála.

Séu lög svo illa úr garði gerð að menn geti innan ramma þeirra gert þá hluti sem við nú horfumst í augu við þá þarf að endurskoða lögin, svo mikið er víst og það í allri Evrópu ekki einungis hér á landi.

Innihaldi lagaumhverfið frumskógarlögmál, án samkeppni, þá hlýtur að þurfa betri vitund um framkvæmd laga frá Alþingi, annað verður ekki séð.

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Jón Ásgeir selur snekkju og flugvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband