Mun þessi ríkisstjórn gangsetja verðmætasköpun fyrir kosningar ?

Hvernig á að gangsetja hjól atvinnulífsins ?

Opna kerfi sjávarútvegs og landbúnaðar fyrir framleiðslu eininga í smáum stíl þar sem atvinnufrelsi landsmanna yrði að nýju hafið til vegs og virðingar, á sama tíma og verðmæti sem fjármunum hefur verið varið til í áraraðir af fjárlögum, s.s hafnarmannvirki, og uppræktað land til landbúnaðar, skilaði arði eins þjóðfélags til framtíðar.

Það gefur augaleið að fjármagn sem varið er ár eftir ár til hafnamannvirkja þar sem fáir sem engir bátar leggja í höfn við fiskveiðar, er sérkennileg fjárfesting.

Sama má segja um fé sem lagt hefur verið úr sjóðum landsmanna gegnum árin við það að plægja óræktað land og rækta, að slik fjárfesting krefst nýtingar þeirra hinna sömu gæða og þar hefur verið lagt fé til.

Ferðamannaiðnaður í landinu á allt undir því að byggð haldist á landinu öllu en ekki aðeins hluta þess og þeir tímar sem landsmenn nú upplifa í þrengingum kalla á úrlausnir, sem haldast í hendur þjóðarhags í heild.

Núverandi ríkisstjórn þarf að bregast við því atriði að opna kerfi gömlu atvinnuveganna, að öðrum kosti uppáskrifar sú hin sama mannréttindabrot fyrrum skipulags mála hér á landi, með klosslokuð atvinnuvegakerfi.

Steingrímur það þarf einungis að breyta þeim lögum sem nú eru i gildi ekki að semja ný.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband