Skattlagning á áunnin réttindi.

Var að týna til gögn um skattskil í dag og viti menn fékk ég ekki launamiða um styrk krónur 9000, sem ég hafði fengið úr sjúkrasjóði, við sjúkraþjálfun að læknisráði er bakið gaf sig í haust síðastliðið.

Ég velti því fyrir mér hvaða snillingi skyldi hafa dottið í hug að skattleggja styrki sem þessa á sínum tíma, sem og hvað margir þingmenn hafi lagt blessun sína yfir heimild skattayfirvalda til þess hins arna.

Hvað var verkalýðshreyfing þessa lands sem samdi fyrir hönd launamanns um réttindi þessi ?

Mótmælti hún skattlagningu þessari ?

Hafi skattkerfið einhvern tímann bitið í skottið á sér þá er það virkilega þarna og með ólíkindum að þvílík della fyrirfinnist.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Halló María!

Nú skal ég ekki segja um pólitíska fortíð þess að styrkir séu skattskildir, en teljast víst flestir til tekna hygg ég já, en eru jafnframt í einvherjum tilfellum allavega líka frádráttarbærir. Þú skoðar það vandlega með þitt dæmi. Skattskilin hjá þér ganga annars vel væntanlega og svo vona ég að þér líði bærilega í bakinu núna!?

Magnús Geir Guðmundsson, 22.3.2009 kl. 02:09

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir það Magnús Geir.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.3.2009 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband