Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Munu Íslendingar taka þátt í því að tvöfalda matarforða heims ?

Uppskerubrestur vegna áfalla svo sem flóða í Bandaríkjunum þar sem maís og hveitiakrar eru undir hefur orsakað það að kallað er á það að þjóðir heims tvöfaldi matvælaframleiðslu sína.

Hvað er að gerast á Íslandi í þessum efnum ?

Erum við að nýtt allt ræktað land til margvíslegrar framleiðslu matarforða sem vera skyldi ?

Ég tel svo ekki vera og vil meina að svæði á Suðurlandi til dæmis Skógasandur undir Eyjafjöllum, séu svæði sem ættu að vera í fullri notkun til ræktunar landbúnaðarafurða þ.e. allir þeir tvö hundruð hektarar af ræktuðu landi á svörtum sandi sem þar eru til staðar.

Við getum gert mun betur en við gerum nú varðandi það atriði að sinna matarforðaöflun á heimsvísu og það atriði að skapa störf á landsbyggðinni við nýtingu lands þar sem búsetustyrkt atvinnuþróun undir formerkjum sjálfbærni er á ferð, varðandi það að nýta nú þegar ræktað gróðurland til framleiðslu afurða sem hægt er að framleiða og vantar í veröld vorri.

kv.gmaria.


Almenn mannréttindi á Íslandi.

Konur eru menn og sérstakur dagur kvenréttinda því áminning um mannréttindi á sama tíma og þau hin sömu mannréttindi eru í uppnámi vegna skipulags í kvótakerfi sjávarútvegs , þar sem landsmönnum er mismunað um aðgang til atvinnu sem eðli máls samkvæmt bitnar á konum sjómanna í landinu.

Sjálf hefi ég ætíð talið mig jafnfætis karlmönnum frá unga aldri og lít svo á að ekki skipti máli kyn þegar skoðanir eru annars vegar á varðandi eitt samfélag og skipan mála hvers konar.

Þar veldur hver á heldur og sérstakar stofnanir og ráð sem eins konar forræðishyggjuframkvæmdaaðilar hins opinbera í því efni er eitthvað sem ég set spurningamerki við.

Allt öðru máli gegnir um launaþróun millum kynja og mat þar að lútandi, en það er verkefni verkalýðsfélaga í landinu fyrst og fremst.

kv.gmaria.

 

 

 


Upp upp upp, min krona.

Ég er enn stödd nokkra daga í viðbót í Krónubergsléni í Svíþjóð, og þaðan sé ég að íslenska krónan hefur styrkst um eitt og hálft prósent, sem er vel en betur má ef duga skal fyrir almenning í landinu og kaupmátt launa og kjör almennt.

Ákvarðanir stjórnvalda um viðmið Íbúðalánasjóðs varðandi útlán þess efnis að miða við kaupverð í stað brunabótamats, kann hugsanlega að hafa einhver áhrif en það tekur tíma og tíminn er jú peningar.....

kv.gmaria.


mbl.is Krónan styrktist í dag um 1,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál en hefði átt að vera komið á koppinn fyrir löngu, löngu síðan.

Hver vissi það ekki að eldneytisbirgðir heimsins væru takamarkaðar og endalaus velsæld í formi ofgnóttar í þvi efni myndi taka enda ?

Sparnaður hvers konar er að sjálfsögðu fagnaðarefni og ef það þarf að kosta kennslu í þvi þá er það í lagi að mínu viti.

kv.gmaria.


mbl.is Vistaksturskennsla styrkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnvöld steinsofandi gagnvart almenningi í landinu.

Slíkt efnahagsástand sem nú er uppi kallar á aðgerðir og það strax af hálfu stjórnvalda í landinu varðandi það atriði að brúa bil verðrýrnunar krónunnar í formi launa til handa almenningi með ráðstöfunum skattalega því skattkerfið er tæki sem sitjandi ráðamenn hafa í sinni hendi og tekjuafgangur ríkisins á tímum sem þessum er afgangsstærð, gagnvart því atriði að almenningur í landinu geti lifað af slíkt ástand.

Gengislækkun ÞÝÐIR verðhækkanir og kjararýrnun, flóknara er það ekki.

Til þess þarf ráðamenn sem eru á landinu til ávarðanatöku fyrir landsmenn.

kv.gmaria.


mbl.is Gengislækkun getur þýtt verðhækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvótakerfið er ónýtt fiskveiðistjórnunarkerfi, það vita allir sem vilja vita.

Hve mikil afkastageta skyldi til staðar af hálfu þessara fimm íslensku fiskiskipa við karfaveiðar ?

Hve mikil er afkastageta skipa sem veiða utan við landhelgislínuna og hve mikið magn skipa hefur verið þar til staðar að veiðum ?

Þolir þessi fiskistofn slíka afkastagetu í formi tækja og tóla til veiða á sama tíma á sama svæði ?

Það væri nú verðugt verkefni rannsóknarblaðamanna hinna afar áhugasömu fjölmiðla landsins um fiskveiðistjórn að taka saman afkastagetu skipastólsins og kvóta til veiða ásamt olíukostnaði inniföldum.

Eru fimm skip of mikið eða allt í lagi ?

Hvað vita menn um karfastofninn og hafsbotninn á Reykjaneshrygg ?

os.frv......

kv.gmaria.


mbl.is Úthafskarfaveiðar ganga illa.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsætisráðherra fer tæpa hálfa öld aftur í tímann í samanburði..... !

Halló, engin framþróun öll þessi ár, eða hvað ?

 Varð ekki til hlutabréfamarkaður hér á landi ?

Voru bankar ekki seldir úr ríkiseigu ?

Og hvað svo.... ?

Var heimild til fiskveiða gerð að söluvöru á þurru landi ?

Kvótasetning á mjólk ?

Fóru sjávar og sveitaþorp vel út úr því ?

Hefur orðið framþróun í sjálfbærni einnar þjóðar við meint markaðsskipulag eða ekki ?

Er þetta ef til vill " hagfræði sem ekki kann að tala " ?

 

kv.gmaria.

 

 

 


mbl.is Forsætisráðherra bjartsýnn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland fullvalda þjóð til framtíðar.

Ég óska landsmönnum til hamingju með daginn, dag sem að vissu leyti er nú haldinn hátíðlegur í skugga efnahagslegra þrenginga, en einnig með ríkisstjórn við stjórnvölinn þar sem hluti stjórnarherra vill færa á brott fullveldi þjóðar til sjálfsákvarðanatöku um eigin mál í hendur ríkjabandalags Evrópuríkja í Brussel.

Eitt er að hafa vald í eigin hendi og annað að missa það frá sér, hversu vel eða illa svo sem hið sama vald er meðfarið hverju sinni.

Þar deili ég sömu skoðun með LÍÚ, varðandi það atriði að innganga Íslands í Evrópusambandið er EKKI Á DAGSKRÁ að svo komnu máli, varðandi framsal sjálfsákvarðanatöku og afsali yfirráða yfir fiskimiðunum kring um landið.

Við getum breytt flestu hér innanlands okkur sjálfum til hagsbóta, en til þess þarf kjark til ákvarðanatöku um umbreytingar sem alla jafna fela í sér þróun fram á víð.

Sá kjarkur er illa eða ekki sýnilegur meðal sitjandi ráðamanna við stjórnvöl landsins, þar sem á stundum virðist það næstum venjulegt að gera eitthvað þegar allt er komið í óefni ekki fyrr og aldrei að reikna of mikið fram í tímann, hvað þá taka áhættu um nýjungar í stefnumótun.

Sjálfstæðisflokkur og Samfylking munu engu breyta saman, þar þarf aðra flokka til.

kv.gmaria.


Friður og kyrrð, virðing og kærleikur.

Það er ótrúlegt að upplifa það hér í Smálöndum Svíþjóðar að finna sams konar frið og kyrrð og finna má í sveitum lands á Íslandi, með annars konar umgjörð en eigi að síður hinn dásamlega frið og kyrrð sem er svo nauðsynlegur þáttur andlegrar næringar í nútíma lífi mannsins.

Hér er það skógur sem umlykur allt um kring og skipulagning íbúðabyggða tekur mið af því að bílar séu ekki upp að húsunum heldur spölkorn frá þannig að ónæði af bílaumferð er ekki fyrir hendi og ekki heyrist bílhljóð heldur einungis fuglasöngur úr skóginum.

Hej, hej, , segir hver einasti maður sem maður mætir á labbi um nágrennið, líkt og how are you í Ameríku sem er afar vinalegt og verður að teljast til virðingar fyrir nágrannanum og innlegg í kærleikssjóðinn sem við öll eigum.

Því til viðbótar eru hér yngstu meðlimir fjölskyldu minnar sem sjá til þess að halda þeim eldri uppteknum við efnið sem er að upplifa þroskastig mannsins öll frá frumbernsku fram á fullorðinsár, sem hvarvetna gerist í veröld vorri með tilheyrandi kærleiksinnleggi í fjölskyldusjóðinn til framtíðar.

Heima eru aðrir ungir fjölskyldumeðlimir og fulltrúar þeirra að hugsa um heimakotið fyrir mig og mína meðan maður ferðast af bæ, með innlegg í kærleikssjóðinn.

Kærleikur og virðing er kristall vorra tíma hvarvetna og auður af hálfu sinna nánustu.

Kyrrð og friður er andleg næring sem ekki fæst keypt í pilluglasi eða fyrirfram prógrömmum hvers konar.

kv.gmaria.

 


Mikið er gott að hann er rólegur, ef ekki þá.....

Það er nú gott að vita að bjössi er rólegur annars veit ég ekki betur en löggan eigi í sínum fórum piparúða sem getur slegið á hamagang hvers konar og hugsanlega mætti beita á bjössa ef hann fer í ham.

vonandi gengur mönnum vel að fanga björninn.

kv.gmaria.


mbl.is Ísbjörninn rólegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband