Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Komin heim í heiðadalinn úr Svíaríki.

Flaug úr sólarlagi í Kaupmannahöfn í gærkveldi, inn í sólarupprás að nýju hér norðar, afar sérstakt, en ferðin til Svíþjóðar var afar ánægjuleg í alla staði, og yndislegt að hitta fjölskyldumeðlimi á erlendri grund og sjá samfélagsumgjörðina sem til staðar er í Krónubergsléni.

Skipulagsmálin vöktu meðal annars athygli mína varðandi það að vera ekki að troða bílum beint upp að húsum, svo ekki sé minnst á lestarsamgöngur en í gær tók ég lest frá bænum Alvesta beint á Kastrup sem var afar þægileg ferð. Þvílíkur bílasparnaður sem þar er um að ræða.

Jafnframt vakti það athygli mína að varla sá ég jeppa á ferð á akvegum, ellegar bílastæðum, bara ekki. Margt margt fleira var það sem maður spekúleraði og spáði í en eftir stendur ánægja af samvistum við fjölskylduna og hinni miklu gestrisni sem ég naut þar ytra.

R0010148.JPG

Hér er Lammen, eitt vatna á svæðinu.

R0010172.JPG

Göngu og hjólreiðastígar við húshornið.

R0010152.JPG

Litla frænka þurfti að sjálfssögðu að keyra vagninn sinn sjálf smá spöl.

kv.gmaria.

 

 

 


Ekki sjá blaðamenn skóginn fyrir trjánum frekar en fyrri daginn......

Það var þá tilefni til þess að álykta um , aðgangur að ísbjarnarghræi.... . Á sama tíma sækja blaðamenn hér á landi ekki fund þar sem fer fram gagnrýni á Hafrannsóknarstofnun um fiskveiðistjórnun á Íslandi ??????

Hygg að það sé kominn tími til að almenningur " álykti " um fjölmiðla í landinu og efnistök þeirra hinna sömu á málum er skipta máli, og ekki máli,  án þess að söluvara fyrir auglýsingar á markaðstörginu sé þar yfirmarkmið frétta allra handa.

kv.gmaria.


mbl.is Blaðamannafélagið ályktar um ísbjarnarmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri Grænir á villigötum.

Ég er ansi hrædd um að stjórnmálaflokkar sem berjast gegn vatnsaflsvirkjunum nú til dags séu farnir að berjast við framþróun hvers konar.

Það atriði að gera út á öfgar í formi verndarsjónarmiða án þess þó að taka þar hafið með og hafsbotninn líkt og þessi flokkur hefur gert að miklum hluta til, heitir að einangra ákveðna þætti og sleppa hinum sem hugsanlega skipta þó mun meira máli.

Ég vek athygli á því að Vinstri Grænir hafa ekki haft skoðun á skipan mála í sjávarútvegi fyrr en fyrir mjög skömmu síðan þar sem hinir sömu vilja fara algjörlega eftir ráðleggingum Hafrannsóknarstofnunnar þrátt fyrir gagnrýni á þá hina sömu aðferðafræði sem þar er á ferð.

kv.gmaria.

 


mbl.is VG: Vilja bjarga Þjórsá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við getum veitt meira af þorski á Íslandsmiðum og eigum að gera það nú eins og skot.

Hin misviturlega fiskveiðistjórn hér við land sem nú hefur leitt til skerðingar veiðiheimilda á þorski, með það að markmiði að byggja upp stofninn, með friðun hans leiðir til þess að honum hnignar, sökum þess að hann þarfnast grisjunar, þ.e. það þarf að veiða elsta fiskinn, líkt og eldra búfénaði er slátrað í landbúnaði til endurnýjunar.

Það er hin líffræðilega fiskveiðistjórn sem frændur okkar Færeyingar þekkja og hafa notað og nýtt sér til hagsbóta lengi.

Við eigum hins vegar að friða miðin frá loðnuveiðum sem hafa verið umfram það sem góðu hófi gegnir en gott hóf er afstætt þegar kemur að skipan mála í núverandi kerfisfyrirkomulagi kvótakerfis sjávarútvegs á Íslandi sem stjórnvöld sjá sér enn ekki hag í að hefja endurskoðun á en þörfin er brýn til þess hins arna.

kv.gmaria.

 


Til hvers í ósköpunum var verið að einkavæða bankana ef ríkið á síðan að koma með björgunarhring á kostnað skattgreiðenda ?

Það atriði að stjórnvöld í landinu fari nú að blanda ráðstöfununum sínum við " hið nýfrjálsa markaðsumhverfi" fjármálastofnanna sem varð til með einkavæddum bönkum sem seldir voru úr ríkiseigu, er vægast sagt furðulegt.

Samkvæmt mínum skilningi var Seðlabankinn aftengdur fjármálaumhverfinu að því undanskildu að hafa eftirlit með bönkum og tryggja að þeir hinir sömu sæu til þess að hafa varasjóði til eigin þarfa starfssemi sinnar og grundvallar þar að lútandi.

Nú bregður hins vegar svo við að sitjandi stjórnarflokkar hlaupa til handa og fóta til að redda bönkunum með lánum erlendis frá þótt þeir hinir sömu starfi í alþjóðlegu umverfi.........

Halló, halló, halló, til hvers í ósköpunum var verið að einkavæða bankana ?????

Áttu þeir ekki að standa undir eigin starfssemi sem sjálfstæðir aðilar eða hvað ?

kv.gmaria.

 


Já það líkar mér betur að sjá.

Ef til vill er niðurdýfu náð í þessu efni það væri betur fyrir land og þjóð, hinsvegar er þetta fyrsta jákvæða fréttin af gengismálum sem ég hefi lengi, lengi lengi, fengið augum litið hér í viðskiptafróðleiksbrunninum.

kv.gmaria.


mbl.is Hækkun í lok dags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fundur í Grindavík, annað kvöld um fiskveiðistjórn og grundvöll hennar ráðleggingar Hafrannsóknarstofnunnar.

Guðjón Arnar, Grétar Mar,  og Sigurjón Þórðarson ásamt Jóni Kristjánssyni fiskifræðingi verða á fundi í Veitingahúsinu Brim í Grindavík, kl.20. annað kvöld, en þar gefst fjölmiðlum einstakt tækifæri að sækja sér fróðleik um fiskveiðistjórnun hér við land, og þann grundvöll sem hafrannsókna sem Frjálslyndi flokkurinn hefur gagnrýnt mjög gegnum árin og hefur nú komið í ljós að EKKI hefur skilað þjóðarbúinu tilætluðum árangri varðandi uppbyggingu verðmesta fiskistofnsins þorsks.

Hvet alla til að mæta.

kv.gmaria.

 


Oss vantar engin ný samtök heldur aðgerðir stjórnvalda í landinu.

Svo vill til að sú er þetta ritar setti fram álíka hugmynd þessa efnis 1998 sennilega varðandi slíka framkvæmd stjórnvalda í landinu einkum og sér í lagi um fiskveiðistjórnina en einnig alla auðlindanýtingu hvers eðlis sem er.

Það atriði að einkaaðilar ættu að koma að máli sem slíku í þjóðfélagi sem ekki getur kallað sig markaðsþjóðfélag að höfðatölu er stórskrýtið mál.

kv.gmaria.

 


mbl.is „Frelsið kann að verða dýrkeypt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin álíka broddgelti á vappi !

Var að enda við að horfa á broddgölt á vappi hér útí á túninu í Svíþjóð þar sem ég er stödd sem fer fimmtán sentimetra til hægri snýr sér í hring og heldur tuttugu sentimetra til vinstri, sitt á hvað við leit að æti.

Beint strik áfram en svo snýr hann við afturábak og lendir á sama stað og hann var staddur fyrst.

Ósköp álíka þeim stjórnarathöfnum sem til hafa orðið af hálfu núverandi ríkisstjórnar sem ekki þorir að takast á við endurskoðun atvinnuvegakerfa landsins til umbreytinga fyrir land og þjóð, hvorki í sjávarútvegi eða landbúnaði.

Hagræðingarfrjálshyggjuformúlur stærðarhagkvæmni sem hefur nú þegar gengið sér til húðar verða minnismerki andvaraleysis ríkisstjórnarflokkanna þegar þeir fara frá valdataumum.

Það er með ólíkindum að það skuli enn ekki hafa verið hægt að hefjast handa við endurskoðun fiskveiðistjórnar við landið miðað við árangursleysi þess kerfis sem ekki hefur byggt upp verðmesta fiskistofninn þorsk.

Þar neita menn að horfast í augu við staðreyndir svo fremi sem " vísindamenn " hafi rétt fyrir sér.

Um það eru deildar meiningar, en stjórnvöld sitja auðum höndum og bíða meðan allt fer enda á milli í íslensku samfélagi á flakki í alls konar tilstandi erlendis, kerfin þurfa fyrst að detta ofan í brunninn sem alónýt áður en hafist er handa við að laga þau og betrumbæta til framþróunar að virðist.

kv.gmaria.


Viltu ís-Björn ?

Sjálfsagt er það að bera í bakkafullan lækinn að koma hér með eldgamlan ísbjarnarbrandara, en hafandi horft úr fjarlægð á aðgerðir gagnvart landgöngu ísbjarnar númer tvö á þessu ári og vangaveltum um enn fleiri ísbirni að fengnum vísbendingum, fingrafara viðkomandi á landi sem reyndust síðan ekki björn heldur gobba gobb þá, breytir það varla miklu.

Og búið að fá danskan sérfræðing til landins til að svæfa dýrið meðan utanríkisráðherra er í opinberri heimsókn í Grænlandi , einni af afar mörgum frá embættistöku vægast sagt, þó ekki í einkaþotu núna.

Ég vorkenni lögreglunni í Húnavatnssýslu sem hlýtur að hafa slegið af við hraðasektir í þessu ísbjarnartilstandi öllu.

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband