Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Þáðu stjórnvöld boðið um kostun ísbjarnarbjörgunaraðgerða ?

Um þessar mundir eru góð ráð dýr að virðist þegar ísbjörn tvö hefur gengið á land norðan heiða.

Kom ríkistjórnin saman til skrafs og ráðagerða eða var málið alfarið á herðum ráðherra ?

Mér skilst að það standi til að fá aðstoð frá Dönum við björgunaraðgerðirnar sem væntanlega mun kosta eitthvað.

Það verður fróðlegt að vita hvort stjórnvöld taka boði Novators um kostun aðgerða í þessu sambandi en sennilega er ekkert að finna í fjárlögum íslenska ríkisins til þess hins arna.

kv.gmaria.


mbl.is Novator vill greiða fyrir björgun ísbjarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á slóðum Emils í Kattholti.....

Aldrei þessu vant fór ég erlendis nokkra daga, að heimsækja ættingja sem nýlega hafa flutt í Smálönd Svíþjóðar, þar sem hann Emil í Kattholti á ættir sínar að rekja til.

Það eru tveir áratugir og tvö ár betur síðan ég hefi hleypt heimdraganum af landinu og vissulega upplífun að feta nýjar slóðir eins og alla jafna er.

Náttúran og kyrrðin hér allt um kring er sérstök þar sem skógurinn rammar inn skjól fyrir líf allt, og vötnin haldast í hendur við trjágróður um að auðga fjölbreytileika móður náttúru í hvarvetna.

Það var sérstök þorpshátíð í dag í þorpinu sem ég dvel með markaði og alls konar hátíðahöldum mjög skemmtilegt.

kv.gmaria.

 


Vestmanneyingar safna með Krafti í formi siglinga.

Mér er hvoru tveggja ljúft og skylt að vekja athygli á þessu framtaki siglingagarpa úr Eyjum sem hér ætla að sigla og safna fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein.

Gangi ykkur sem best.

kv.gmaria.


mbl.is Kraftur í kringum Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérstök stjórnarskrá Evrópusambandsins, ein stór mistök frá upphafi !

Mér til mikillar ánægju höfnuðu Írar stjórnarskrárhugmyndum þeim sem aðrar þjóðir innan sambandsins höfðu einnig hafnað.

Þær hinar sömu hugmyndir eru atriði sem ég hefi aldrei skilið frá upphafi og hrikaleg mistök að ég tel, .því bandalag þjóða um viðskipti og samstarf sem og sameiginlegt regluverk , getur varla þarfnast sérstaklega stjórnarskrár.

kv.gmaria.


Annað hvort eru mannréttindi í einu landi virt eða ekki.

Hvers konar mismunun þegnanna í formi stjórnvaldsaðgerða og framkvæmda mála þar sem einum hópi umfram annan eru veitt sérréttindi hvað varðar skattaafslátt, eða aðkomu að atvinnu, ellegar eitthvað annað er gengur gegn stjórnarskrá landsins, hvað varðar flokkun þjóðfélagshópa eftir stöðu sem þegnar lands, er og verður óviðunandi.

Það atriði að íslensk sjómannastétt megi þurfa að taka þvi að aðkoma þeirra að atvinnu við fiskveiðiar sé eitthvað sem núverandi stjórnvöld virða að vettugi með útúrsnúningum til handa athugasemd frá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna, er vanvirðing mikil og mönnum til skammar er sitja á valdstólum.

kv.gmaria.


Er lélegt netsamband að stríða fleirum en mér ?

Ég tengist og það slitnar ég tengist og það slitnar aftur ég skoða hraðann hann er lélegur ég skoða tölvuna og svo framvegis og framvegis.

Ef það er eitthvað sem mér finnst leiðigjarnt núorðið þá eru það tæknivandamál sem maður hefur mátt gjöra svo vel að setja sig inn í að hluta til.

Auðvitað er maður búinn að hafa samband við þjónustuaðilann og fara gegnum allt sem ætti að geta verið bilað en ekkert finnst í því efni.

maður bara verður stundum að ergja sig ........

kv.gmaria.


Vanhugsaðar tillögur Samfylkingar og VG.

Eitthvað virðist hluta minnihluta vanta athygli í Reykjavíkurborg, að sjá má og nú er lagt til að byggja og byggja stofnanir til þess að taka inn yngri börn á stofnanir.

Stórfurðulegt í einu orði sagt og ef eitthvað eðlilegt ætti að vera fyrir hendi þá væri það heimgreiðslur til foreldra en ekki stofnanir til þess að taka inn yngri börn.

úrdráttur úr frettatilkynningu.

2. Þörf fyrir rými til handa börnum, 18 mánaða og eldri, er meiri en borgin getur mætt í dag. Eðlilegra væri að herða á uppbyggingu hefðbundinna leikskóla, þannig að smám saman verði hægt að taka inn yngri börn þar til eftirspurninni hefur verið mætt."

vanhugsað því miður.

kv.gmaria.


mbl.is Fréttatilkynning frá fulltrúum Vinstri grænna og Samfylkingar í leikskólaráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komandi kynslóð þessa lands eru börnin okkar í dag.

Alveg frá því ég hóf að starfa við uppeldi barna sem móðir 1989 og starfsmaður leikskóla 1991, og síðar innan veggja grunnskólans, hefi ég gert mér grein fyrir því hve lítinn tíma og rúm barnið í raun fær í nútíma samfélagi, í formi aðbúnaðar foreldra til dvalar með ungum börnum í frumbernsku, fjármagns í skólana, og almennt alls aðbúnaðar sem eitt þjóðfélag býr ungum einstaklingum.

Þar hefur verið forgangsröðun að mínu viti verið með öfugum formerkjum á þann veg að þarfir atvinnulifsins hafa verið settar ofar þörfum barna til samvista við foreldra sína.

Nægir þar að nefna að ekki dugir ein fyrirvinna heimilis á almennum vinnumarkaði lengur likt og var og börn þvi án foreldra beggja daglangt,

Endalaus hamagangur í formi áróðurs um kvenfrelsi til þáttöku á vinnumarkaði hefur ekki verið lóð á vogarskálar barna í þessu efni því miður, því að sama skapi hefur komið ,stofnannakröfupólítik á móti um stofnanir á hverju strái án biðlista fyrir börn.

Við höfum ekki markað barninu það hlutverk sem skyldi í þessu efni sem fyrst og síðast á til þess kröfu að fá að umgangast foreldra sína innan veggja heimilis síns sem aftur byggir upp tengsl og sjálfsmynd einstaklinga til framtíðar.

Afi og amma eru ekki lengur heimilismeðlimir þau eru ef til vill til dvalar á öldrunarstofnunum.

Hver einn og einasti einstaklingur þarfnast mannlegra samskipta þar sem sá eldri miðlar af reynslu til þess sem ekki hefur hana eðlilega.

Betur má ef duga skal í þessu efni í okkar þjóðfélagi.

kv.gmaria.

 


Kvótakerfið er mannréttindabrot á allri þjóðinni.

Mér hefur löngum verið það óskiljanlegt hvernig sitjandi ráðamenn ætla svo mikið sem að reyna að ráttlæta það atriði að færa í lög framsal aflaheimilda sem varð þess valdandi að heilu byggðirnar urðu atvinnulausar, opinber uppbygging þjónustu allrar á stöðunum fyrir skattfé að engu og handhafar veiðiheimildanna skattlausir í áraraðir með yfirfærslu taps í formi bókhaldsskila.

Hvað svo ?

Jú auðvitað þurfti að byggja upp þjónustu annars staðar í sama landi fyrir sama landsmann sem flúði byggðarlagið atvinnulaus og ef til vill nær eignalaus, með enduruppbyggingu þjónustu sem þýðir í raun tvígreiðslur skatta sömu kynslóðar vegna hins misviturlega skipulags kerfis sjávarútvegs af hálfu ráðamanna.

Ofhlaðnir skólar og biðlistar, samgöngur í algjörum þveng á höfuðborgarsvæðinu í áraraðir, meðan opinber mannvirki uppbyggð fyrir almannafé standa auð og tóm á landsbyggðinni sem minnismerki stórundarlegrar stefnu og framkvæmd hennar.

Patentlausnapoki sýndarmennskusjónarspilsins þess efnis að færa eitt og eitt starf út á land eða ef við vill peninga hingað og þangað tímabundið án þess þó að taka á rót vandans kvótakerfinu sjálfu og kerfisskipulaginu og aðgang manna að atvinnu í því hinu sama, er algjör.

Gömlu stórnmálamennirnir knékrjúpa fyrir því peningamagni sem þeir hinir sömu áttu þátt í að koma í umferð með heimskulegu brasktilsandi með óveiddan fisk á þurru landi og þeir vita ekki hvernig þeir eiga að feta sig út úr.

Kvótakerfi sjávarútvegs er því mannréttindabrot á öllum Íslendingum sem inna af hendi skatta í þessu landi.

kv.gmaria.

 


Hvað veldur því að lögspekingar fá ekki áorkað þvi að eyða ólögum hér á landi, eru þeir ekki nógu margir ?

Er það einhverjum til hagsbóta að lagasmíð frá Alþingi orki tvímælis á einhvern veg og þá hverjum ?

Örugglega ekki almenningi í landinu. Það ber hins vegar á það að líta að hér landi hefur þing verið að setja lög um alla skapaða hluti afar lengi og nægir þar að nefna gildi Jónsbókar enn þann dag í dag.

Sé eitthvað einu þjóðfélagi til hagsbóta þá eru það skýr og einföld lög hvarvetna sem um slíkt er að ræða sem aftur forðar kostnaði og hugsanlegri mismunun hvers konar við mistúlkun þeirra hinna sömu í framkvæmd sinni.

Hin langa hefð lagasetningar kann að vera örsök þess að alls konar mál lenda fyrir dómstólum með um allra handa ágreining milli manna í rifrildi um ´krónur og aura hér og þar á kostnað heildarmannréttinda í landinu þar sem svo miklill lagafrumskógur er til orðinn að ekki næst yfirsýn yfir þann hinn sama, hvað þá framkvæmdina.

Við eigum marga góða lögspekinga hér á landi en að þeir séu sammála um túlkun laganna gæti hugsanlega byggst á lagasmíðinni.

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband