Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Frelsið og mörkin.

Núverandi sitjandi valdhafar við stjórnvölinn hér landi hafa ekki verið þess umkomnir að setja nauðsynleg mörk, þess frelsis sem sömu aðilar innleiddu.

Á sama tíma hefur sú umbreyting í þjóðfélaginu orðið þess valdandi að til dæmis íþróttahreyfingin og hinir ýmsu aðilar er staðið hafa að menningu með margvíslegu móti hafa meira og minna verið háðir markaðsöflunum og einkaframtakinu í voru samfélagi í formi styrkja.

Líkt og slíkt væri sjálfsagður hlutur, sem í mínum huga er það allsendis ekki og án efa nú í dag spurningin um að í upphafi skyldir endir skoða.

Frétt þess efnis að Listasafn Reykjavíkur ( höfuðborgar landsins) gæti ekki lengur boðið ókeypis aðgang vegna þess að þeir hinir sömu nytu ekki lengur styrkja vegna umbreytinga í fjármálaumhverfi er spurning um kostun þá hina sömu í upphafi, ekki satt ?

Hafa önnur söfn á landinu farið út í slíka þáttöku einkaaðila að málum ?

Hef ekki orðið vör við það atriði og efa að allir myndu vilja vera háðir slíkum framlögum ellegar hugsað málið lengra fram í tímann.

Hamagangur hins mikla markaðsdansleiks er því nokkuð mismunandi annað verður ekki sagt.

kv.gmaria.

 


Þarf ekki að kalla stjórnarandstöðuflokkanna að ákvarðanatöku um mál öll ?

Þau verkefni sem stjórnvöld í landinu hafa fyrir höndum eru með því móti að þau hin sömu verða ekki unnin nema með samstöðu að ég tel.

Það hlýtur að vera krafa almennings að þar komi allir flokkar með kjörna fulltrúa almennings í landinu að þeim málum svo mest sem verða má.

Þó ekki væri nema til að reyna að tryggja einurð um ákvarðanir framundan, sem sannarlega mun þurfa á að halda.

Það þarf og verður að ríkja sátt um aðgerðir og samninga um lántöku á hendur þjóðarbúinu.

Það þarf og verður að koma i veg fyrir það að íslensk fyrirtæki og atvinnulíf í landinu lamist.

Það þarf og verður að tryggja það að úrlausnir allar byggi á lærdómi af mistökum sem gerð hafa verið.

kv.gmaria.


Enn eitt dæmið um klaufaskap í formi stjórnvaldsaðgerða í kvótakerfinu.

Það væri betur að reglugerðavaldið færi úr höndum ráðuneyta í meira mæli en verið hefur, og í þessu tilviki sýnist mér að hér sé um afdalaklaufaskap við reglugerðasetningu að ræða sem bitnar sem mismunun á viðkomandi aðila.

Ótrúlegt og skattgreiðendur mega borga brúsann.

kv.gmaria.


mbl.is Ríkið greiði útgerðarmanni 25 milljónir í skaðabætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hin pólítísku samskipti og skilningur og misskilningur.

Það var fróðlegt að fá að sjá viðtal millum fjármálaráðherra Íslands og Bretlands, frá orði til orðs, en enn vantar upplýsingar um bréfaskipti millum landanna varðandi þau atriði.

Eigi að síður verður það vandséð að Bretar geti staðið á þeim aðgerðum sem þeir hinir sömu framkvæmdu einungis á forsendum þessara símtalssamskipta millum tveggja ráðamanna í síma.

Eitt er hins vegar ljóst að hvorki Íslendingar né Bretar höfðu brugðist nægilega fljótt við hvað varðar það atriði að tryggja lágmarksgrundvöll fjármálastarfssemi er varðaði þegna landanna beggja.

Það er áfellisdómur yfir regluverki sem og samstarfi þjóða í milllum, sem sitjandi stjórnvöld í hverju landi eiga að hafa á hreinu.

kv.gmaria.


Eitthvað hefur einhvers staðar verið ofmetið áður...

Varla kemur slíkt tap til með að verða til nema ofmat á einhverju hafi verið til staðar á einhverju stigi ákvarðanatöku.

Fall fjármálamarkaða í heiminum hlýtur að eiga sér þær annars einföldu skýringar að ofmat og væntingar hvers konar hafi verið langt umfram raunverulega verðmætasköpun.

kv.gmaria.


mbl.is Mesta tap banka í sögunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágætt að klippa út auglýsinguna og hafa með sér í bankann.

Tilmæli eru góð og gild en ég hvet menn sem þetta vilja nýta sér að klippa til öryggis út auglýsinguna og hafa meðferðis.

Hvað með alla hina sem hafa mátt búa við víxlverkun verðbólgu og verðtryggingar í landinu ?

kv.gmaria.


mbl.is Bankar frysti myntkörfulán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver einasta ríkisstjórn ber ábyrgð stjórnarathafna á hverjum tíma.

Hafi menn ekki gert sér grein fyrir þvi hvað það þýddi að bankarnir stækkuðu svo og svo mikið umfram þjóðarframleiðslu, hvað varðar það atriði að íslenska ríkið kynni mögulega að þurfa að axla ábyrgð starfsseminnar, þá er það vægast sagt miður.

Hafi menn heldur ekki gert sér grein fyrir því hvað það þýddi að vera hluti af alþjóðlegu umhverfi fjármálastarfssemi varðandi það atriði hver bæri ábyrgð á hverju, hvar og hvenær, hvað varðar mörk á millum landa, í þessu efni, þá er það sannarlega miður.

Það skyldi þó aldrei vera að almenningur á Vesturlöndum súpi nú seyðið af því að vitneskja stjórnmálamanna við stjórnvölinn um starfssemi hins leyfilega regluverks sem þeir hinir sömu hafa soðið saman, sé lítil sem enginn þegar á hólminn er komið og á reynir ,og regluverkið eitthvað sem allendis ekki virkar.

Með öðrum orðum handónýt aðferðafræði.

kv.gmaria.

 

 

 


Stjórnarhættir undanfarna áratugi hér á landi.

Tilraunir stjórnvalda til " markaðsvæðingar " hér á landi voru frá upphafi eitthvað sem eðli máls samkvæmt mátti setja spurningamerki við, einungis vegna þess að við erum aðeins rúmlega 300 þúsund að höfðatölu.

Því til viðbótar var skipulag það og uppskrift sú sem var notuð  og er að finna  í fiskveiðistjórnun og landbúnaði hvað varðar kvóta, mun nær stjórnaraðferðum í anda verksmiðjubúskapar kommúnismans en tengja megi slíkt við frelsi eða kaptítalsisma, og svo virðist sem hugmyndafrræðingarnir geri sér ekki grein fyrir því ennþá.

Stjórnvaldsoffar í formi lagasetningar þar sem sumum umfram aðra var leyft að ástunda atvinnu, að teknu viðmiði þriggja ára aðkomu á ákveðnu árabili, að til dæmis veiðum á fiski eru fáheyrð vinnubrögð í vestrænum samfélugum að ég tel.

Fyrirtækjunum púttað á hinn nýstofnaða hlutabréfamarkað um stund og landsmönnum talin trú um að þeir væru allir þáttakendur í fiskveiðum enda lifeyrissjóðir þá á þeim tíma fjárfest hægri vinstri í fyrirtækjunum.

Það klingdi ekki einu sinni viðvörunarbjöllum þegar fyrsti útgerðarmaðurinn seldi frá sér kvóta, út úr atvinnugreinninni, líkt og ekkert væri sjálfsagðara en að hagnast á veiðiréttinum að Íslandsmiðum með því móti sem þar fór fram.

Enn þann dag í dag er þetta kerfi talið í lagi eins furðulegt og það nú má vera, þ.e. kvótakerfi sjávarútvegs og engin endurskoðun farið fram á því hinu sama.

Þetta átti að vera " hagræðing " líkt og í landbúnaði þar sem allri framleiðslu var hrúgað saman í nógu stíóra verksmiðjueiningar með tilheyrandi tapi starfa í atvinnugreinum, algjörlega á skjön við frelsi einstaklinga til aðkomu til atvinnu.

endurskoðun aðferðarfræði undanfarinna áratuga er án efa fyrir dyrum.

kv.gmaria.

 


Fjölmiðlar fjarri sannleikanum um íslenskt þjóðfélag undanfarinna ára ?

Að horfa á þætti dag eftir dag núna þar sem allra handa sérfræðingar eru dregnir fram í dagsljósið til þess að fjalla um til dæmis reiði vegna þess ástands sem nú er uppi, er nokkuð sérstakt í ljósi þess til dæmis að landsbyggðin hefur undanfarna tvo áratugi mátt upplifa afar margt af því sem nú er að gerast á landsvísu í formi samdráttar og allt að því eignaupptöku.

Atvinnuleysis sem meira og minna má rekja til stjórnkerfisbreytinga í gömlu atvinnuvegakerfunum sjávarútvegi og landbúnaði þar sem ekkert hefur verið að gert til að sporna við þeirri þróun sem þar hefur átt sér stað.

Það skyldi þó aldrei vera að hluti fjölmiðlamanna hafi verið afar upptekinn við það að baða síg í frásögnum af hinum gegndarlausu gróðatækifærum lítils hluta landsmanna, og vísitölum á hlutabréfamarkaði meðan landið fór á hvolf.

Meðan allt lék í lyndi í fjármálalífinu og hinni miklu útrás virtist umhverfi fjölmiðla ekki eygja mikla sýn á misskiptingu lífsgæða þjóðarinnar, meðal annars hvað varðar aðkomu að atvinnutækifærum í sjávarútvegi, því miður.

Við skulum vona að eignarhaldið hafi þar ekki ráðið ferð því ef svo er þá hljóta menn nú í dag að hafa aðra sýn á nauðsyn lagasetningar þeirra sem fyrirhuguð var og var stöðvuð með inngripi forsetans.

kv.gmaria.


Lægstu launastéttir síðastar í samningum á vinnumarkaði.

Ég hef ekki skilið það hvers vegna því hefur verið komið þannig fyrir að samningar þeirra er taka hvað lægst laun í vinnu hjá hinu opinbera, eru síðastir í samningsferlinu. Mun nær væri að samningar stétta í sömu störfum faglærðra janft sem ófaglærðra hefu sama gildistíma.

Sjálf hefi ég starfað sem skólaliði nú í tíu ár og venjulega hefur það verið þannig að verðlag hefur hækkað að lokinni gerð samninga hjá öðrum stéttum áður en 3 % svo mikið sem ná að vega upp á móti þeim hinum sömu hækkunum sem þá og þegar eru komnar til sögu.

Það er ekki auðvelt að standa í samningsgerð nú, í þeim aðstæðum sem uppi eru orðnar.

kv.gmaria.


mbl.is Krefjast 30 þúsund króna taxtahækkunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband