Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Markaðshyggjuþokumóðan og afleiðingarnar.

Það kemur æ betur í ljós með hverjum degi sem líður , hve innilega sambandslausir sitjandi ráðamenn við stjórnvölinn hafa í raun verið við fólkið í landinu um langan tíma, þar sem fólki hefur verið talin trú að hér væri allt í góðu gengi í þokumóðu þar sem 0,3 % þjóðarinnar lék sér í ævintýralegu Matadorbraski undir formerkjum og með náð stjórnvalda í landinu sem ekki voru þess umkomin að setja né ganga eftir nauðsynlegum leikreglum, heldur dönsuðu með og klöppuðu við hin ýmsu tækifæri.

Á sama tíma og almenningur var rígbundinn við skattagaleiðuna og tvær fyrirvinnur virtust varla nægja til framfærslu fyrir eitt heimili í landinu.

Á sama tíma og alls konar sparnaður á sparnað ofan í þjónustu við almenning birtist í hinum ýmsu myndum, s.s niðurskurði í mannahaldi í lögreglu, við Landhelgisgæslu, í þjónustu við heilbrigði og í þjónustu við menntun.

Var það ekki ljóst að eitthvað var að þegar þurfti að frysta skattleysismörk hins almenna launamanns árið 1995 ?

Hvar var verkalýðshreyfingin ?

Um margt má spyrja en læt þetta nægja í bili.

kv.gmaria.

 

 


Leiðrétta þarf mestu efnahagsmistök þjóðarinnar alla síðustu öld, í kvótakerfi sjávarútvegs.

Arðbær sjávarútvegur mun aldrei byggja afkomu á peningabraskkerfi, með sölu og leigu millum manna á óveiddum fiski úr sjó.  Ekki óveiddum.....Hvað þá það atriði að slíkt hafi einhvern tímann yfir höfuð átt að vera tekið sem gilt veð í fjármálastofnunum hér á landi.

Sú hin sama lagasetning á Alþingi Íslendinga sem heimilaði þessa brasksstarfssemi, í lögin um fiskveiðistjórn, og ALLIR kjörnir flokkar á Alþingi Íslendinga hafa þagað þunnu hljóði um í áratugi að undanskildum Frjálslynda flokknum, eru mestu efnahagsmistök sem ein þjóð hefur upplifað á skömmum tíma.

Brenglað verðmætamat gegnsýrði þjóðfélagið þar sem menn gátu allt í einu selt frá sér heimildir til þess að veiða fisk fyrir ofurfjárhæðir og horfið út úr atvinnugreinninni og skilið eftir sig sviðna jörð verðmæta um allt land í formi uppbyggrða verðmæta fyrir almannafé sem uppbyggð höfðu verið áratugum saman.

Það hlaut að koma að skuldadögum þessarar fyrirfram gjaldþrota stefnu til handa einu þjóðarbúi og í dag stöndum við uppi með stórskuldug útgerðarfyrirtæki sem fengið höfðu veð í bönkum fyrir óveiddum fiski úr sjó, meðan landsbyggðin hefur meira og minna verið rúin aðkomu að lifsbjörginni til atvinnu í formi kvaða og hafta stórfurðulegra offarslaga um fiskveiðar hér á landi.

Fjölmiðlar hafa brugðist upplýsingahlutverki sínu um annmarka þessarar stefnu fyrir íslenskt þjóðfélag nær alveg og fyrrum sjávarútvegsráðherra er átti einn meginþátt í lagasetningunni ritstjóri Fréttablaðsins svo eitt dæmi sé tekið.

þarna er upphaf og endir þeirrar ofþenslu í íslensku fjármálakerfi er menn urðu að aurum apar.

kv.gmaria. 


Gamalt vín á nýjum belgjum,...

Það er alveg stórkoslegt að fylgast með þeim sem hafa átt þátt í því að stjórna og stýra hér í samfélaginu vaða á súðum og vippa sér aftur í hlutverk þeirra sem allt vita um, hvað á að gera á

" strandstað öfgafrjálshyggjunnar " .

Öfgafrjálshyggju sem Samfylkingin var ekki andsnúnari en svo að hoppa upp í vagninn til þess að framkvæma um veröld víða.

Var að hlusta á Jón Baldvin ræða um " pólítikst klíkusamfélag " og mér svelgdist á, satt best að segja, var það ekki hann sem þáði sendiherrastöðu í útlöndum í tíð Sjálfstæðis og Framsóknarflokks, eða var það einhver annar ?

Jú Svavar Gestsson fyrrum formaður Alþýðubandalagsins....

Í tíð Davíðs Oddssonar sem forsætisráðherra.

kv.gmaria.


Samstaða íslenzkra stjórnmálamanna allra flokka er nauðsyn nú.

Það er hreinlega vanvirða við almenning í landinu að hver og einn einasti stjórnmálamaður sem kjörinn hefur verið til Alþingis Íslendinga axli ekki sína ábyrgð hvað varðar það atriði að reyna að vinna að málum öllum með samstöðu svo mest sem verða má.

Innan vébanda sinna flokka sem utan.

Við getum vel sýnt það Íslendingar að við séum þess umkomnir að standa saman til þess að vinna okkur út úr erfiðleikum og við eigum að gera það með þvi að stilla saman strengi þannig að Alþingi sé sem einn maður til þess að vinna vinnu út úr þeim vanda sem við blasir.

Síðar getum við lagst í endurskoðun þess sem úrskeiðis fór og ég og margir aðrir, hafa ritað og  rætt um í áraraðir.

Með öðrum orðum stjórnmálaflokkar hverju nafni sem þeir nefnast geta sameinað krafta í erfiðleikum er að steðja og til þess hafa þeir fengið kjörna fultrúa á Alþingi Íslendinga hver og einn.

Flokkshagsmunapot og hanaat skyldi til hliðar lagt í bili hvers eðlis sem er, hvar sem er.

Samstaða er allt sem þarf til framtíðar í okkar landi.

kv.gmaria.

 


Kattarþvottur Samfylkingar af þáttöku í ríkisstjórn, við efnahagshrun.

Alls konar mótmæli gegn fyrrum formanni Sjálfstæðisflokksins sem nú gegnir stöðu Seðlabankastjóra hér á landi, hafa verið í gangi undanfarið og þar fer annar flokkurinn í ríkisstjórn landsins fyrir Samfylkingin ljóst og leynt.

Sami flokkur hefur hins vegar samþykkt það fyrirkomulag að hafa skipaða pólítiska fulltrúa í bankaráði Seðlabanka allt þar til allt er komið í óefni en viðkomandi stjórnmálaflokkur hóf ríkisstjórnarþáttöku við slíkt skipulag.

Samfylkingin hefur frá stofnun flokksins ekki haft skoðanir á umdeildum málum í þjóðfélaginu svo sem skipan mála við fiskveiðistjórnun en á sama tíma talað fyrir Evrópusambandsaðild, þar sem að hluta til virðist sem vandamál núverandi fiskveiðikerfis ætti að leysa erlendis en ekki hér heima, líkt og verkefnið sé of erfitt fyrir okkur hér innanlands ellegar annars konar hagsmunir liggi þar til grundvallar.

Á sama tíma hefur flokkurinn dansað lengra í dýrkun á hinni guðdómlegu markaðshyggju alþjóðavæðingar lengst af mun lengra til hægri en Sjálfstæðisflokkurinn í raun.

Tækifæriskenndar skoðanir hafa einkennt marga talsmenn flokksins frá stofnun og gera enn, því miður fyrir íslenskt stjórnmálaumhverfi sem síst af öllu þarfnast þess að upplifa pólítiska eiginhagsmunabaráttu ímyndadýrkunar hvers konar.

viðskiptaráðherra hefur ekki fallið í þennan pytt nú um stundir og ekki heldur félagsmálaráðherra heldur.

kv.gmaria.

 


Hrunadans sveitarfélaga á höfuðborgarsvæði til íbúafjölgunar í samkeppni hvert við annað.

Hvað skyldi almenningur sem býr á þessu fjölmenna svæði oft hafa furðað sig á því hvernig í ósköpunum ætti að tryggja samgöngur með eðlilegu móti í réttu samhengi við hina ofboðslegu þenslu nýrra svæða án samgöngubóta ?

Byggingaræðið hefur engu tali tekið og ég fer ekki ofan af því að þar gátu menn haft ögn meiri fyrirhyggju í farteskinu en það er einn bæjarstjóri hér og annar þar sem samtals telja sjö stykki að mig minnir á svæðinu öllu. Hver með sitt stjórnsýsluapparat tilheyrandi, þar sem illa eða hreint ekki hefur gengið að tala sig saman um til dæmis samgöngumál almennt.

kv.gmaria.


mbl.is Milljarða bakreikningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel sóttur súpufundur Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum í dag.

Til okkar komu sem gestafyrirlesarar í dag þeir Skúli Thoroddssen og Jón Baldvin Hannibalsson, til þess að fjalla um Evrópumálin. Skúli útskýrði í sínu erindi strúktur og ákvarðanaferli sambandsþjóða til dæmis um fiskveiðimál. Jón Baldvín fór víðar yfir sviðið og kom inn á efnahagsmálin í dag, framboðið til Öryggisráðsins og fleira.

Fundarmenn voru duglegir að spyrja fyrirlesara og dróst fundurinn á langinn.

Set inn nokkrar myndir af fundinum.

R0010691.JPG

Skúli með sína framsögu.

R0010695.JPG

Jón Baldvin með sína framsögu.

 

R0010698.JPG

Fundarmenn.

R0010688.JPG

Gyða að bera fram súpu.

R0010699.JPG

Fundarmenn og súpumeistari dagsins varaþingmaðurinn Þórunn Kolbeins, lengst til hægri á myndinni.

Fínn fundur.

kv.gmaria.

 


Atvinnumissir er áfall fyrir hvern einstakling sem í slíku lendir.

Það mun taka tíma fyrir einstaklinga sem nú hafa lent í atvinnumissi í okkar þjóðfélagi að vinna sig gegnum þann vanda er slíku fylgir sem eðli máls samkvæmt er þar um að ræða breytingum á högum einstaklinga frá daglegum háttum til fjárhagslegrar afkomu.

Sjálf hefi ég einu sinni á ævinni lent í slíku þ.e snögglegum atvinnumissi og mín aðferð var sú hin sama og ég hafði áður unnið í gegnum sorgarferli að skrifa og skrifa um mína líðan frá degi til dags ákveðin tíma meðan ég taldi mig þurfa á því að halda.

Það var hjálp fyrir mig og eftir á að hyggja gerðu skrifin það að verkum að virkja við það að vinna úr þeim hugsunum og líðan sem fyrir hendi var frá degi til dags, með það að markmiði að sjá fram á veginn, svo fremi sem mögulegt var,  í stað þess að festa sjálfan sig í vanlíðan hvers konar.

Með öðrum orðum, maður kom frá sér því sem maður þurfti að koma frá sér á skrifað blað sirka eina A4 síðu og losaði sig við það sem manni fannst maður ekki geta rætt um við einhvern.

Það eru margar leiðir til, en þessi er ein af þeim.

kv.gmaria.


Formaður Bændasamtakanna hefur lög að mæla.

Það sem hér kemur fram hjá formanni Bændasamtakanna varðandi það að látið sé reka á reiðanum og hugsanlega verið að skýla sér bak við alþjóðasamninga í því efni uns í óefni horfir, er eitthvað sem er nákvæmlega það sem menn hafa upplífað allt of oft hér á landi og sannarlega er mál að linni.

Vitundarleysi þess efnis hver áhrif ákvarðana hvers konar eru hefur verið ríkjandi um of, og svo virðist sem menn þurfi fyrst að reka sig á vandamálin til þess að byrja að vinda ofan af þeim aftur.

Þannig á það ekki að vera og menn eiga að geta séð þau fyrir.

kv.gmaria.


mbl.is Bændur læra af bankakreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðstjórn að störfum sem fyrst ?

Ég fæ ekki betur séð en það atriði að koma hér á þjóðstjórn kunni að vera atriði sem þarf að skoða betur með tilliti til þeirra atburða sem dunið hafa yfir.

Sjaldan hefur það verið mikilvægara en nú að skapa samstöðu um mál öll, og verkefni þau sem framundan eru til að vinna úr þeim vanda sem íslensk þjóð stendur frammi fyrir.

Hvers konar tilraunir núverandi stjórnvalda til þess greina ástæður þess hvers vegna svona fór, munu aldrei verða trúverðugar, því miður og mun nær að reyna að virkja samstöðu með aðkomu flokka að málum öllum framundan fyrir land og þjóð.

kv.gmaria.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband