Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Frjálslyndi flokkurinn kynnti tillögur og þingmál í dag.

Set hér inn frétt af xf.is, um tillögur þær sem þingflokkur Frjálslyndra kynnti á blaðamannafundi í dag.

"

Þingflokkur Frjálslynda flokksins  27.10.2008.

Meðfylgjandi frumvarp til laga um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands verður lagt fram á Alþingi þegar Alþingi kemur saman á morgun. 

 frumvarpinu eru þær meginbreytingar gerðar varðandi Seðlabankann að

1. Einn Seðlabankastjóri stjórnar bankanum.
2. Seðlabankastjóri skal hafa víðtæka þekkingu á fjármálum og efnahagsmálum.
3. Seðlabankastjóri ber ábyrgð á ákvörðunum um afgreiðslu mála.
4. Nýtt bankaráð verði skipað við gildistöku laganna.
5.  Nýr Seðlabankastjóri verði skipaður við gildistöku laganna.

Meðfylgjandi þingályktunartillaga um innköllun íslenskra aflaheimilda verður lögð fram á morgun.


1. Ríkisstjórninni er falið að innkalla aflaheimildir


2. Stofnaður verði sérstakur auðlindasjóður sem leigi út aflaheimildir


3. Leiga aflaheimilda verði bundin við íslenska ríkisborgara á jafnréttisgrundvelli.


4. Óheimilt verði að framleigja leigðar veiðiheimildir.


5. Tekjur af leigu renni í sérstakan auðlindasjóð samkvæmt nánari reglum sem settar verði.

------------------------

Afstaða þingflokks Frjálslynda flokksins vegna aðsteðjandi efnahagsvanda:


Þingflokkur Frjálslynda flokksins bendir á að Frjálslyndi flokkurinn lagði áherslu á það í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningar árið 2007 að gera yrði breytingar varðandi gjaldmiðilinn.  Nauðsynlegt væri að tengja krónuna við stærra myntkerfi og/eða taka upp viðmiðun hvað gengi varðar við erlenda mynt eða myntkörfu helstu viðskiptaþjóða okkar.
Lögð var áhersla á að fólk og fyrirtæki hefðu sambærileg lánakjör og gerist annars staðar í okkar heimshluta.
Frjálslyndi flokkurinn varaði við miklum innflutningi peninga með jöklabréfum og öðrum þeim hætti þar sem við værum að flytja peninga inn í landið frá útlöndum en út háa vexti.  Þessi þróun varð vegna hárra stýrivaxta Seðlabanka Íslands. Stýrivaxtastefna Seðlabankans vann ekki gegn verðbólgu en stuðlaði að fölsku gengi  sem olli því að  gjaldmiðilinn lenti í ólgusjó  spákaupmennsku.
Vegna þeirrar stefnu og stefnuleysis sem ríkisstjórnin ber ábyrgð á stöndum við nú frammi fyrir verstu stöðu sem íslenskt hagkerfi hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir.

Nú þarf að beita samræmdum aðgerðum í efnahags- og atvinnumálum  og  bendir þingflokkur Frjálslynd flokksins á eftirfarandi:

- Efnahagsmál:

1. Úr því sem komið er eigum við ekki aðra kosti en sækja um lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þingflokkur Frjálslynda flokksins styður þá stefnumörkun ríkisstjórnarinnar.


2. Mikilvægt er að upplýsingar verði gefnar um það hver vandi þjóðarinnar er eftir hrun bankanna og hvað líklegt er að ríkissjóður þurfi að greiða vegna bankanna. Ríkisstjórnin verður að láta vinna þær upplýsingar þegar í stað og gera Alþingi grein fyrir niðurstöðunum.  Raunhæfar úrlausnir á vandanum byggjast á því að fyrir liggi hver vandinn er.


3.  Sótt verði um samstarf og lánafyrirgreiðslu frá hinum Norðurlöndunum og bent á að ákveðin vilyrði hafa verið gefin af hálfu Norðmanna hvað það varðar.


4. Tryggja verður stöðugleika gjaldmiðilsins og í því skyni verður að tengja krónuna svo fljótt sem auðið er stærra myntkerfi. Þingflokkur Frjálslynda flokksins leggur áherslu á að tekið verði upp náið samstarf við Noreg í því sambandi og kannað til hlítar hvort að Ísland og Noregur geti komið sér saman um að hafa sameiginlega mynt og peningamálastefnu.


5. Gjaldmiðillinn verður að vera tækur sem verðmælir bæði í langtíma- sem skammtímaviðskiptum.  Á grundvelli þess að önnur skipan verði tekin upp í gjaldmiðilsmálum verði verðtrygging inn- og útlána felld niður á sama tíma og stöðugleiki gjaldmiðilsins verði tryggður. 
6. Vextir langtímalána verði breytilegir en verðtrygging verði ekki almenn viðmiðun í lánakerfinu.


- Atvinnumál:
1. Vaxtastefna og lánakjör verða að vera með þeim hætti að fyrirtækin geti rekið blómlega atvinnustarfsemi. Þess vegna er það markmið að lækka stýrivexti Seðlabanka Íslands verulega og skapa skilyrði til þess að atvinnulíf og einstaklingar eigi kost á hagkvæmum lánum.


2. Vinna verður gegn atvinnuleysi með því að gefa markaðnum aukið svigrúm til nýsköpunar m.a. með því að tryggja góð og hagkvæm lánakjör og lánafyrirgreiðslu.
3. Auka verður fiskveiðiheimildir samkvæmt tillögum Frjálslynda flokksins.
4.  Skoða verður arðbæra virkjunarkosti og stóriðjukosti og hraða undirbúningi og upphafstíma framkvæmda svo sem kostur er.
5. Leggja verður sérstaka áherslu á starfsemi sprotafyrirtækja í nýsköpun einkum þeirra sem vilja byggja á sérstökum kostum landsins og sjálfbærri starfsemi.
5. Þingflokkur Frjálslynda flokksins tekur sérstaklega fram að hann telur atvinnuleysi vera versta böl sem verður að vinna gegn af öllu afli.

- Íslensk stjórnmál:
Frjálslyndi flokkurinn telur að mikil veðrabrigði verði í íslenskum stjórnmálum þegar þjóðin gerir sér grein fyrir hvernig haldið hefur verið á málum. Frjálslyndi flokkurinn er opinn frjálslyndur flokkur sem  hefur lagt áherslu á það sem flokkurinn kallar „Mannúðlega markaðshyggju.“  Þar sem miðað er við að kostir frjáls markaðar sé nýttur en miðað við samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og virkt aðhald  og eftirlit ríkisvaldsins af atvinnustarfseminni.  Frjálslyndi flokkurinn mun vinna áfram í samræmi við þá stefnumótun.
Frjálslyndi flokkurinn berst  fyrir því að víðtæk samstaða frjálslynds fólks geti náð fram til að frjálslynd viðhorf ábyrgrar stefnu í efnahagsmálum grunduð á hugmyndum flokksins um mannúðlega markaðshyggju nái fram að ganga.
Frjálslyndi flokkurinn berst fyrir siðvæðingu íslensks  stjórnmálalífs og gerir kröfu til þess að allar upplýsingar varðandi bankahrunið og efnahagsþrengingarnar verði lagðar á borðið. Frjálslyndi flokkurinn mun m.a. í því sambandi fara fram á að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd þingsins á grundvelli ákvæða 39.gr. stjórnarskrárinnar.
Þá telur Frjálslyndi flokkurinn nauðsynlegt að fá greiningu erlends óháðs aðila á því hvað olli hruni íslensks efnahgslífs. "

kv.gmaria.


Þrír stjórnmálaflokkar bera meginábyrgð á íslensku stjórnkerfi eins og það er.

Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylking og Framsóknarflokkurinn, eru stjórnmálaflokkarnir sem hér ráða og hafa ráðið ríkjum undanfarin ár og áratugi hér á landi.

Samfylkingin hoppaði upp í vagn þáttöku í ríkisstjórn við nær óbreytta stjórnarhætti við stjórn landsins að miklu leyti, hafandi dansað dans nýfrjálshyggju og trúar á hið mikla markaðssamfélag, Evrópu án þess þó að það birtist í stjórnarsáttmála um samstarf flokkanna.

Þess skal þó geta til sanngirni að Framsóknarflokkurinn hefur skipt um formann í brúnni frá stjórnarþáttöku sem boðar aðrar áherslur að vissu leyti en breytir ekki því að fyrrum formaður flokksins ber ábyrgð á því stjórnarfari sem ríkti og var skapað í hans tíð.

Aðrir stjórnmálaflokkar hafa ekki komið að landsstjórninni hér á landi, þann tíma sem hin gengdarlausa sýn á óendanlega öfgafrjálshyggju án landamæra hefur verið fyrir hendi, þar sem óveiddur fiskur úr sjó varð að veðsetningu í fjármálafyrirtækjum.

kv.gmaria.

 

 


Yfirráð Íslendinga yfir fiskimiðunum er spurning um sjálfsákvarðanarétt einnar þjóðar til lengri og skemmri tíma.

Þrátt fyrir stórkostlega ágalla á núverandi fyrirkomulagi fiskveiðistjórnar hér á landi, þá er það svo að yfirráð okkar Íslendinga yfir fiskimiðunum kring um landið eru og verða spurning um sjálfsákvarðanarétt einnar þjóðar til framtíðar um eigin afkomu.

Sökum þess tel og að enn sem komið er eigum við EKKI að afsala okkur þessum sjálfsákvarðanarétti með því að ganga inn í rikjabandalag Esb.

Því fer svo fjarri og allt tal flokka þess efnis að ganga í Evrópusambandið svo sem Samfylkingar sem ekki einu sinni hafa haft fyrir því að berjast fyrir breytingum á því hinu sama kerfi hér innanlands, er lýðskrum af verstu gerð.

kv.gmaria.


Lýðskrum fyrrverandi viðskiptaráðherra í ríkisstjórn landsins.

Það eru til ýmsar aðgerðir til þess að flýja frá ábyrgð mála hvers eðlis sem er og hér er eitt dæmi um slíkt en Valgerður Sverrisdóttir telur sig vera að ganga erinda sinna umbjóðanda í þessu efni í sínum flokki en slíkt tel ég verulegum vafa undirorpið vægast sagt og frekar um eiginhagsmunaflótta ákvarðanatöku sem viðskiptaráðherra í ríkisstjórn að ræða.

kv.gmaria.


mbl.is Vilja ESB-viðræður strax ásamt upptöku evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstaða Íslendinga um hagsmunamál einnar þjóðar.

Einhvern tímann var það sagt að það sem sameini Íslendinga sé sundrungin og því miður kann eitthvað sannleikskorn að leynast í þeim orðum.

Það er ekki einu sinni hægt að sameinast um að " mótmæla " hvað þá annað.... ef menn á annað borð telja einhverjar miðbæjarmótmælagöngur til þess fallnar að breyta einhverju í málum.

Vissulega þjóna slíkar göngur í því efni að fólk hreyfir sig smávegis með að labba spölkorn, en sannarlega vildi ég sjálf sjá fleira fólk láta sig varða málefni sins samfélags áður en þarf að mótmæla því sem orðið er.

Á það hefur skort og skortir sannarlega.

Því miður hefur það allt of oft gerst í íslensku samfélagi að fyrst þarf allt í óefni að vera komið áður en tekið er til við að umbreyta og lagfæra sem allsendis ætti að vera öfugt.

Þetta er spurning um viðhorf til mála og það atriði að reyna að horfa á annmarka og umbreyta þeim áður en til vandræða horfir.

Mín tilfinning gagnvart andvaraleysi stjórnvalda undanfarin ár hefur einmitt verið sú að valdhafar hafi hreinlega ekki lengur ráðið við þau " markaðsnaut " sem sleppt var lausum undir formerkjum nýöfgafrjálshyggjunnar hinnar landamæralausu.

Það virtist koma á daginn.

kv.gmaria.

 


Kvótakerfið er upphaf Hrunadansleiks öfgafrjálshyggjunnar.

Ein ákvörðun Alþingis Íslendinga árið 1992, þess efnis að færa í lög heimild til þess að versla með óveiddan fisk úr sjó á þurru landi, sem aftur leiddi til þess að bankar hófu að taka veð í óveiddum fiski úr sjó, var afdrifarík fyrir íslenska þjóð, sem leiddi til gífurlegrar sóunar verðmæta um allt land og fjármálabrasks þar sem örfáir aðilar gátu í nafni laga gert stóran hluta sjómanna að leiguliðum í eigin atvinnustarfssemi við veiðar á fiski af Íslandsmiðum.

 Fyrirtæki í sjávarútvegi gátu flutt veiðiheimildir frá Flateyri og Fáskrúðsfirði til Reykjavikur á einni nóttu og það var kallað hagræðing.

Án áhorfs á eitthvað annað ein skammtímagróða fyrirtækja, því miður.

Þetta gerðist í aðalatvinnugrein einnar þjóðar frá aldaöðli án andmæla sem heitið gat frá þáverandi stjórnmálaflokkum á þingi, því miður.

kv.gmaria.

 


BURT með framsalið úr lögum um stjórn fiskveiða, eins og skot.

Upphaf og endir hinna séríslensku efnahagsþrenginga, er það atriði sem setti íslenskt þjóðfélag á annan endann, kvótaframsalið, og þeir loftbólupeningar sem komu inn í íslenskt hagkerfi, ásamt gífurlegri verðmætasóun á sama tíma sem framsal þetta orsakaði.

Það var ekki aðeins að heilu sjávarþorpin yrðu gerð atvinnu eignalaus á einni nóttu, við sölu kvóta úr byggðalögunum,  heldur einnig fjármunum skattgreiðenda til samgangna, skóla og heilbrigðiskerfis á stöðunum hent á bálið.

Til að bæta gráu ofan á svart hófu bankar að taka veð í óveiddum fiski úr sjó, ( kvóta ) en þvílík og önnur eins endaleysa og áhættufjármögnun þekkist örugglega ekki nokkurs staðar annars staðar á byggðu bóli.

Þessi fjármálaformúla undir formerkjum hagræðingar í sjávarútvegi var upphafi að starfssemi hlutabréfamarkaðar hér á landi, þar sem Hrunadansleikurinn hófst.

Réttlætiskennd þjóðarinnar var misboðið með þeim aðferðum sem þarna voru viðhafðar og hálfum áratug síðar eftir mestu stjórnvaldsmistök alla síðustu öld við lögleiðingu framsals, var stofnaður stjórnmálaflokkur  Frjálslyndi flokkurinn , sem sérstaklega hefur beint sjónum sínum að þessu óréttæti gegn þjóðinni. Aðrir flokkar hafa sofið á verðinum því, miður og sleppt því að láta sig málið varða, ellegar borið ábyrgð á skipulaginu.

Eftir hrun fjármálakerfis hér á landi þarf að ráðast að rótum vandans og breyta því sem þarf að breyta svo sömu mistök endurtaki sig ekki, eins og skot.

kv.gmaria.

 

 

 

 


Mótmæli gegn Samfylkingu í ríkisstjórn ?

Yfirlýstir stuðningsmenn Samfylkingar arka nú um í mótmælagöngum og eins og það horfir við mér er hér aðeins um að ræða enn eina tegund af tækifærismennsku þeirri er hefur oftar en ekki einkennt fyrst gamla Alþýðuflokkinn og síðar Samfylkinguna.

 " The good guys harmony "

kv.gmaria.

 


mbl.is Þögn ráðamanna mótmælt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sendum bænir um von fyrir fólk sem þjáist í veröldinni.

Hvers konar styrjaldarátök manna í millum, illindi og erjur í veröldinni verða sjaldnast til þess að eitthvað þróist fram á veg, heldur leiðir slíkt fram hörmung og þjáningar eins og hjá fólkinu í Kongó.

Augu heimsins beinast því miður illa eða ekki að þeim svæðum í veröldinni þar sem fátækt er hvað mest og framþróun hefur lítt komið við sögu efnahagslega.

Þetta ættu Íslendingar að vita manna best, þjóð sem lengst af barðist á banaspjótum og hoppaði úr torfkofum til hásala.

Hvaðeina sem við erum umkomin að gera til aðstoðar, í þessu efni, það eigum við að leggja af mörkum.

kv.gmaria.


mbl.is Um 200.000 manns heimilislaus í Lýðveldinu Kongó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við getum betur.

Þeir sem hafa horft gagnrýnum augum á þá þróun sem átt hefur sér stað í íslensku samfélagi undanfarna áratugi, eru ef til vill ekki eins undrandi á því sem nú hefur komið á daginn.

Vissulega voru utanaðkomandi atriði eins og viðbrögð Breta til þess að skella öllu enn frekar um koll sem hægt var að skella, en það er ánægjulegt að aðkoma IMF virðist ekki þýða samkvæmt þvi sem enn er vitað að gengið verði einhliða að skilyrðum Breta sérstaklega.

Við þurfum hins vegar að vanda okkur Íslendingar í framhaldinu og við getum margt, mjög margt svo fremi menn sitji ekki pikkfastir í endurskoðunarleysi því sem viðvarandi hefur verið of lengi um of margt í okkar samfélagi.

Þar hefur vægast sagt skort sýn á aðferðir þar sem hampað hefur verið hinni meintu hagkvæmni eins þjóðfélags í fiskveiðikerfi sem þó engin var þegar upp er staðið í raun með loftbólupeningum í umsýslu braski með óveiddan fisk úr sjó.

Oft var þörf en nú er nauðsyn að við Íslendingar komum að hverju einasta starfi við allan veiddan fisk af Íslandsmiðum hvers eðli sem er og núverandi flokkar við stjórnvölinn hljóta að gera sér grein fyrir því atriði.

Íslenskur landbúnaður er vel í stakk búinn tæknilega til þess að framleiða hágæða matvæli en framleiðslu gæti þurft að auka frá því sem nú er og kalla fleiri bændur að störfum í atvinnugreininni, ásamt því að nýta það land sem til staðar er.

Við erum vel í stakk búin miðað við aðrar þjóðir hvað varðar orku til eigin þarfa sem og atvinnusköpunar þar sem þekking við nýtingu þessa er og verður verðmæti fyrir okkar þjóð áfram.

Við höfum mannauð og menntun sem okkur mun nýtast til framþróunar og atvinnusköpunnar í framtíð.

Við munum koma okkur út úr tímabundnum áföllum Íslendingar, það er engin spurning.

ÁFRAM ÍSLAND.

kv.gmaria.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband