Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Hin einstaka björgun Vestmanneyinga úr náttúruhamförum við bæjardyrnar, fyrir 35 árum.

Gegnum tíðina hefur manni oft verið hugsað til þess hve ótrúlega giftusamur tilflutningur fólks átti sér stað á stuttum tíma frá Eyjum, sökum þess að allur bátafloti Eyjamanna var í höfn, vegna veðurs daginn áður.

Sjónvarpsmyndir af samfelldri röð skipa og báta með fólk frá Eyjum, langleiðina til Þorlákshafnar, álika bílum á Miklubrautinni er eitthvað sem vart líður úr minni.

Veðrið daginn áður var kolvitlaust heima undir Fjöllunum eins og í Eyjum´, en þetta ár var fermingarárið mitt og vegna gossins komu tvær stúlkur frá Eyjum sem fermdust með mér , annars hefði ég verið ein með drengjum það árið.

Amma og afi voru bæði búsett í Eyjum á þessum tíma fólk á efri árum ævi sinnar, hann á elliheimilinu og amma ein búandi. Amma kom með bát til Þorlákshafnar en afi fór með flugvél til Reykjavíkur.

Hafi maður ekki áður átt til óttablandna virðingu fyrir náttúruöflum lands, þá var ekki hjá því komist að öðlast slíkt við upplifun að hluta til af atburðum sem slíkum.

Elja, dugnaður, æðruleysi og þrautseigja Vesmanneyinga og þeirra sem þá stóðu í forsvari fyrir bæjarfélagið var einstakt.

kv.gmaria.


Standa þarf vörð um grunnþjónustuþætti eins samfélags, til handa öllum landsmönnum.

Það er ekki nóg að hluti landsmanna skuli eiga greiða aðgöngu að sérfræðiþjónustu lækninga sem niðurgreidd er fyrir skattfé, ef samgöngur eru með því móti að landsbyggð utan höfuðborgar megi þurfa að greiða úr eigin vasa viðbótarfjárhæðir við leitan í þjónustu sem vera skal fyrir alla landsmenn í laganna hljóðan.

Hvers konar þjónusta sem niðurgreidd er af skattfé landsmanna allra skal á öllum tímum standa öllum til boða hvað varðar jafna kostnaðarþáttöku til þess arna.

Höfuðborgarbúar eiga ekki að þurfa að líða skort á þjónustu heimilislækna, meðan landsbyggðarmenn njóta þess hins sama og öfugt, frekar en aðgengi að menntun skyldi mismunandi eftir því hvar menn búa á landinu.

Í raun gildir sama máli um hlutfallslegar skattgreiðslur þegnanna til síns þjóðfélags af sínum launum og möguleikum þeirra til notkunnar á þjónustu hins opinbera.

Þar á mismunur í formi launakjara ekki að ráða um hvort einstaklingar fái notið heilbrigðisþjónustu eða menntunar og hins opinbera að sjá til þess að þar sitji allir við sama borð í raun.

kv.gmaria.


" Við erum hér, " hvar ert þú ?....

Hin öra þróun umskipta manna við valdatauma, virðist ekki hvað síst eiga sér stað á vettvangi gsm samskipta manna í millum í stjórnmálum í stað funda. Nægir þar að nefna frásögn fyrrverandi borgarstjóra Dags þess efnis að hann hefði " heyrt " í Ólafi og síðan " heyrt " í honum aftur.

Nú veit ég ekki hvort þessir menn eru með þriðju kynslóð farsíma í farteskinu en ef til vill hefði slíkt komið sér vel í þessu efni.

kv.gmaria.

 


Kemur ekki á óvart frekar en fyrri afrek gefa dæmi til.

Það er ofboðslega fínt og flott að hlaupa fram með yfirlýsingar þess efnis að einn flokkur hafi yfirgefið sig og taka svo þátt i því að stofna annan flokk og taka þátt í þingframboði, tapa og setjast síðan inn í borgarstjórn undir formerkjum flokksins sem viðkomandi sagði hafa yfirgefið sig sem varaformaður hins nýja flokks.

Vægast sagt skrautlegt.

Það nýjasta er hins vegar að virðist að viðkomandi hefur nú yfirgefið málefni og menn allra handa á alla mögulega vegu sem vera má.

Verði viðkomandi að góðu.

kv.gmaria.

 


mbl.is Margrét og Guðrún með gamla meirihlutanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baráttan fyrir byggðu Íslandi og atvinnufrelsi landsmanna heldur áfram.

Því fyrr því betra sem stjórnvöld hefjast handa við að endurskoða kvótakerfið, með tilliti til þess að mannréttindi séu virt. Grundvallarmannréttindi þar sem aðkoma landsmanna að atvinnu við sjávarútveg á að vera að forsendum réttlætis og sanngirni.

Formaður Samfylkingarinnar féll í þann pytt að flokka mannréttindi eftir alvarleika og taldi alvarlegri mannréttindabrot eiga sér stað annars staðar í heiminum en hér.

Slík orð eru grunnhyggin að mínu mati og aldrei skyldu stjórnmálamenn reyna að bera blak af eigin aðstæðum sem góðum , þegar þjóðin hefur fengið skilaboð frá alþjóðasamfélaginu um skort á slíku í eigin landi.

Nær væri að sýna verk sem tala í því efni.

kv.gmaria.


Sér einhver fyrir sér næsta Spaugstofuþátt ?

Það er ekkert smávegis efni sem Spaugstofan fær að moða úr fyrir næstu helgi, bardagar allra handa með hnífapörum hvað þá eina í pólítik......

Geysilega spennandi....

kv.gmaria.


Þetta eru áherslur þær sem Frjálslyndi flokkurinn stóð fyrir til síðustu sveitarstjórnarkosninga.

  

  

  Set hér inn þau málefni sem sett voru á oddinn í höfuðborginni fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar

Kjörorð okkar er:

Umhyggja – hreinskilni – réttlæti

Áherslur okkar varða:

Velferð – umhverfi – nýsköpun

 

  • Fjölgun hjúkrunarrýma og efling heimaþjónustu fyrir aldraða

  • Flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni

 

 

  • 19. aldar götumynd Laugavegarins verði varðveitt

  • Fjölgun lóða án útboðs

  • Orkuveitan og Landsvirkjun verði áfram í eigu almennings

  • Efling atvinnulífs og þekkingariðnaðar í borginni

  • Frítt í strætó fyrir börn, unglinga, aldraða og öryrkja

  • Styrking stofnbrauta og Sundabraut í sátt við íbúana

  • Átak í ferli- og aðgengismálum fatlaðra

  • Sýnilegri löggæsla í hverfum borgarinnar

  • Heilsdagsskóli með máltíðum, íþróttum, list og verknámi frá upphafi skólagöngu

  • Verndun óspilltrar náttúru í borginni

kv.gmaria.


Til hamingju Ólafur F.Magnússon, með embætti borgarstjóra í Reykjavík.

Það var vægast sagt ánægjuleg upplifun að hlýða á Ólaf lesa upp stefnumál þau sem nýr borgarstjórnarmeirihluti í Reykjavík stendur fyrir, þar sem flest öll þau málefni sem Frjálslyndi flokkurinn setti á oddinn fyrir síðustu kosningar voru þar uppi á borði.

Kynni mín af Ólafi í samstarfi innan Frjálslynda flokksins eru góð og þar fer einstaklega hæfur maður með víðsýni yfir samfélagsmál öll, og sterkar skoðanir sem hann fylgir fast eftir.

Þrautþjálfaður dugnaðarforkur í málefnavinnu hvers konar, sem hefur málefni ofar eiginhagsmunum.

aftur til hamingju Ólafur.

kv.gmaria.


Björn Ingi, þú ert sjálfur Guðjón bak við tjöldin, talið saman og sættist !

Ekki meir , ekki meir, sagði ég við sjálfa mig þegar ég hlustaði á þátt á ruv í dag, hingað og ekki lengra það þarf að fara að siðvæða menn i stjórnmálum hér á landi og siðbóta er þörf að mér sýnist.

Þáttastjórnandinn glotti við tönn, hann hafði fengið skúbb, að sjá mátti, og brosti sínu breiðasta sem slíkur. Svona " skúbb " á að leysa innan flokka en ekki utan þeirra svo mikið er víst, en hins vegar kann svo að vera að ungir og óreyndir framapotarar víli lítið sem ekki neitt fyrir sér til framdráttar eiginhagsmunum á vettvangi stjórnmálanna.

Manni kemur fátt á óvart nú til dags, en slíkar birtingarmyndir víkingabardagahátta eiga að heyra sögunni til hér á landi því nóg er af bardögum nú þegar og orðaskak stjórnmálamanna ekki á bætandi í þvi sambandi sem fordæmi.

kv.gmaria.


Það er enginn vandi að breyta kvótakerfi sjávarútvegs, vilji er allt sem þarf.

Í raun og veru er það með ólíkindum að kvótakerfi sjávarútvegs hér á landi skuli ekki hafa lotið umbreytingum og betrumbótum allan þann tíma sem kerfið hefur verið við lýði hér á landi, sökum þeirra fjölmörgu ágalla sem komið hafa fram árum saman.

Skortur á framþróun og nauðsynlegum betrumbótum skrifast fyrir og fremst á viljaleysi sitjandi stjórnarmeirihluta í landinu nú sem fyrr.

Upphaf kerfisins og úthlutunarreglur fengust aldrei endurskoðaðar þ.e engin áfrýjunarnefnd var sett á fót til að skoða stöðu manna hvað varðar möguleika sem handhafa veiðiréttar, (aflaheimilda) á þriggja ára viðmiðunartimabili veiðireynslu útgerðarmanna við fiskveiðar.

Slíkar áfrýjunarnefndir voru þó fyrir hendi á öðrum sviðum hvað varðar stjórnvaldsákvarðanir, en ekki í kvótakerfi sjávarútvegs.

Það heitir í mínum huga offar stjórnvaldsaðgerða.

Lögin um stjórn fiskveiða er vægast sagt sams konar offarslagatilbúningur, þar sem viðurlög og sektarákvæði eru gjörsamlega úr samræmi við veltu smærri fyrirtækja í atvinnugreininni og sýnilega til þess fallin að einungis stórútgerðir með mikla veltu gætu mögulega innt af hendi sektargreiðslur við lagabrotum.

Í stað þess að hvetja menn til þess að koma með ALLAN veiddan fisk úr sjó að landi inníhélt upphafleg lagasetning viðurlög og sektir við því að koma með undirmálsfisk að landi samkvæmt tilteknum sentimetrum.

Með öðrum orðum lögin bókstaflega innihéldu það atrið að menn köstuðu fiski í sjó sem ekki mátti koma með að landi að viðurlögðum sektum.

Brottkast varð því gífurlegt og verðmætasóun þar að lútandi í áraraðir sem enginn viðurkenndi uns slíkt náðist á mynd og þá fyrst í kjölfar þess var leyft að koma með 5% meðafla að landi.

Það má því segja að það hafi ekki öll vitleysan verið eins hvað varðar þetta kerfi heldur aðeins mismunandi og því fyrr því betra sem menn taka til við endurskoðun kerfis þessa fyrir land og þjóð.

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband