Það er enginn vandi að breyta kvótakerfi sjávarútvegs, vilji er allt sem þarf.

Í raun og veru er það með ólíkindum að kvótakerfi sjávarútvegs hér á landi skuli ekki hafa lotið umbreytingum og betrumbótum allan þann tíma sem kerfið hefur verið við lýði hér á landi, sökum þeirra fjölmörgu ágalla sem komið hafa fram árum saman.

Skortur á framþróun og nauðsynlegum betrumbótum skrifast fyrir og fremst á viljaleysi sitjandi stjórnarmeirihluta í landinu nú sem fyrr.

Upphaf kerfisins og úthlutunarreglur fengust aldrei endurskoðaðar þ.e engin áfrýjunarnefnd var sett á fót til að skoða stöðu manna hvað varðar möguleika sem handhafa veiðiréttar, (aflaheimilda) á þriggja ára viðmiðunartimabili veiðireynslu útgerðarmanna við fiskveiðar.

Slíkar áfrýjunarnefndir voru þó fyrir hendi á öðrum sviðum hvað varðar stjórnvaldsákvarðanir, en ekki í kvótakerfi sjávarútvegs.

Það heitir í mínum huga offar stjórnvaldsaðgerða.

Lögin um stjórn fiskveiða er vægast sagt sams konar offarslagatilbúningur, þar sem viðurlög og sektarákvæði eru gjörsamlega úr samræmi við veltu smærri fyrirtækja í atvinnugreininni og sýnilega til þess fallin að einungis stórútgerðir með mikla veltu gætu mögulega innt af hendi sektargreiðslur við lagabrotum.

Í stað þess að hvetja menn til þess að koma með ALLAN veiddan fisk úr sjó að landi inníhélt upphafleg lagasetning viðurlög og sektir við því að koma með undirmálsfisk að landi samkvæmt tilteknum sentimetrum.

Með öðrum orðum lögin bókstaflega innihéldu það atrið að menn köstuðu fiski í sjó sem ekki mátti koma með að landi að viðurlögðum sektum.

Brottkast varð því gífurlegt og verðmætasóun þar að lútandi í áraraðir sem enginn viðurkenndi uns slíkt náðist á mynd og þá fyrst í kjölfar þess var leyft að koma með 5% meðafla að landi.

Það má því segja að það hafi ekki öll vitleysan verið eins hvað varðar þetta kerfi heldur aðeins mismunandi og því fyrr því betra sem menn taka til við endurskoðun kerfis þessa fyrir land og þjóð.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála þessu . kv .

Georg Eiður Arnarson, 21.1.2008 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband