Til hamingju Ólafur F.Magnússon, með embætti borgarstjóra í Reykjavík.

Það var vægast sagt ánægjuleg upplifun að hlýða á Ólaf lesa upp stefnumál þau sem nýr borgarstjórnarmeirihluti í Reykjavík stendur fyrir, þar sem flest öll þau málefni sem Frjálslyndi flokkurinn setti á oddinn fyrir síðustu kosningar voru þar uppi á borði.

Kynni mín af Ólafi í samstarfi innan Frjálslynda flokksins eru góð og þar fer einstaklega hæfur maður með víðsýni yfir samfélagsmál öll, og sterkar skoðanir sem hann fylgir fast eftir.

Þrautþjálfaður dugnaðarforkur í málefnavinnu hvers konar, sem hefur málefni ofar eiginhagsmunum.

aftur til hamingju Ólafur.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Er þetta siðvæðing Frjálslyndra ? Þú fyrirgefur enn ég hafði litla trú á því sem Ólafur hafði að segja aðspurður um hvenar viðræður hans og Villa byrjuð.

Það er gott að búa í Kópavogi ; )

Kjartan Pálmarsson, 22.1.2008 kl. 00:25

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Vísa til bloggssíðu minnar í kvöld með hamingjuóskókum til Ólafs.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 22.1.2008 kl. 00:46

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Kjartan.

Ég þekki Ólaf það vel af ágætu samstarfi í nefndum og stefnumótun flokksins, að þar fer maður sem metur málefni ofar mönnum, og það tel ég varðstöðu um siðgæði.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.1.2008 kl. 00:53

4 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Æi veistu! Í þessu tilfelli tókst Villa að kaupa Ólaf! staðgreitt, með leðurstól.

Kjartan Pálmarsson, 22.1.2008 kl. 01:05

5 Smámynd: Halla Rut

Var það ekki frekar Ólafur sem keypti Villa?

Halla Rut , 22.1.2008 kl. 01:07

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ykkur til fróðleiks get ég sagt ykkur það að þegar Ólafur las upp málefnasamkomulagið á fundinum fékk ég svona gæsahúð því ÖLL þau mál sem maður hefur barist fyrir með kjafti og klóm, eru þarna.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.1.2008 kl. 01:12

7 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæl Guðrún María.

 Til hamingju með daginn nú er Hundadagastjórnin fallin og betri tímar taka við.

Kv, Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 22.1.2008 kl. 01:27

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já blessaður.

Það skulum við aldeils vona.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.1.2008 kl. 01:29

9 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Já líklega er það rétt hjá Höllu Rut! Ólafur keypti Villa. Svona ég að þið hafið góðan DAG

Kjartan Pálmarsson, 22.1.2008 kl. 01:37

10 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Kjartan við getum sannarlega vel við unað Frjálslynd og tekið ofan hattinn fyrir Ólafi F. Magnússyni hinum nýja borgarstjóra Reykjavíkur um sinn.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 22.1.2008 kl. 01:42

11 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Til hamingju, svo sannarlega ánægjuleg tíðindi Gunna mín .

Ester Sveinbjarnardóttir, 22.1.2008 kl. 07:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband