Björn Ingi, þú ert sjálfur Guðjón bak við tjöldin, talið saman og sættist !

Ekki meir , ekki meir, sagði ég við sjálfa mig þegar ég hlustaði á þátt á ruv í dag, hingað og ekki lengra það þarf að fara að siðvæða menn i stjórnmálum hér á landi og siðbóta er þörf að mér sýnist.

Þáttastjórnandinn glotti við tönn, hann hafði fengið skúbb, að sjá mátti, og brosti sínu breiðasta sem slíkur. Svona " skúbb " á að leysa innan flokka en ekki utan þeirra svo mikið er víst, en hins vegar kann svo að vera að ungir og óreyndir framapotarar víli lítið sem ekki neitt fyrir sér til framdráttar eiginhagsmunum á vettvangi stjórnmálanna.

Manni kemur fátt á óvart nú til dags, en slíkar birtingarmyndir víkingabardagahátta eiga að heyra sögunni til hér á landi því nóg er af bardögum nú þegar og orðaskak stjórnmálamanna ekki á bætandi í þvi sambandi sem fordæmi.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

"Talið saman og sættist" er það ekki mergur málsins, að menn tala ekki saman. Málin eru óleyst allt of lengi þangað til allt er komið í hnút. Hvernig við sköpum það innsæi sem dugar kann ég því miður ekki.

Gunnar Skúli Ármannsson, 21.1.2008 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband