Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Erfiður dagur.

Dagurinn í dag var einn af þessum erfiðu dögum í lífi manns, þar sem flest allt snýst í andstæðu sína sem hugsanlega getur snúist á alla kanta. En svona er víst tilveran í lífsins ólgusjó, það gefur á bátinn og það þarf að ausa og ausa og ausa, en standa sjóinn. Það gildir um viðfangsefnin sem manni færast í fang hverju sinni, misauðveld við að fást með öllum sínum mismunandi, misvitru úrlausnum hvers konar. Hin fullkomnu og flóknu kerfi mannsins eru ekki endilega undir það búin að takast á við mjög erfið viðfangsefni, þannig að einfaldari aðferða þarf að leita áður. Það er nú það....

kv.gmaria.


Málefni innflytjenda til Íslands.

Í raun má segja að ekki sé hægt að henda reiður á hver stefna stjórnvalda er í málefnum innflytjenda né heldur að yfirsýn þeirra hinna sömu sé fyrir hendi sem aftur áskapar vægast sagt stórfurðulegt ástand í þessum málaflokki. Ólíkt nágrannaþjóðum í kring um okkur höfum við lítið sem ekkert rætt málefni innflytjenda nema undir formerkjum þess að hoppa ofan í skotgrafir um rasimsa þegar umræða verður til undir formerkjum fordóma, þar sem við þykjumst svo gífurlega fordómalausir Íslendingar, að eigin mati. Þeir sem hrópa hæst um rasimsa telja sig hafa hvítþvegið hendur sínar af fordómum, eins sérkennilegt  og það nú er. Á sama tíma hækkar hlutfall íbúa af erlendu bergi brotið hátt í prósentum talið til handa voru þjóðfélagi sem  ekki telur marga fyrir. Við höfum engan veginn undirbúið okkur til þess að taka á móti þessum fjölda á svo stuttum tíma hvað varðar aðlögun svo sem kennslu í íslensku máli sem aftur varðar veg hagsmuna viðkomandi í íslensku samfélagi. ER okkur alveg sama þótt hingað flytjist fólk til búsetu sem má meðtaka lélegri kjör en við vildum sjálf meðtaka ? Hver stendur vörð um hagsmuni þessa fólks, þegar ekki má ræða málin og fólkið sjálft hefur ekki fengið kennslu í þjóðtungu vorri ?

kv.gmaria.


Leggur ríkisstjórn Íslands blessun sína yfir samrunaferli REI og GGE, með ferðalagi Össurar til Indónesíu ?

EF fjölmiðlamenn hafa ekki spurt þessarar spurningar enn þá HLJÓTA þeir að eiga eftir að gera það. Getur það verið að það sé ljóst og leynt vilji núverandi ríkisstjórnar að færa eignir almennings með þessu móti yfir til einkafyrirtækja ? ER Það svo ? Báðir flokkarnir sem standa að núverandi ríkisstjórn þurfa að svara þeirri spurningu.  Tímasetning öll ferðalag og flandur ráðamanna þjóðarinnar kring um þennan meinta orkuútrásarbissness er rannsóknarefni i heild.

kv.gmaria.


Tungið fullt á föstudag.

Á föstudaginn næsta er tunglfylling og oftar en ekki virðist erfiðara fyrir mannfólkið að hemja sig líkt og yfirfæra megi hið fulla tungl á aukið fyllerí og alls konar uppákomur í því sambandi. Mér finnst ekki úr vegi að benda á þetta, því ekki er víst að tímalausir Íslendingar hafi tíma til þess að kíkja á dagatalið á maraþonhlaupabraut lífsgæðakapphlaupsins.

kv.gmaria.


Hvað verður REI búið að undirrita mikið af samningum úti i heimi áður en samrunaferlið verður útkljáð ?

Var að hlýða á fréttir á ruv þess efnis að REI hefði undirritað samninga við Ríkisolíufélagið í Indónesíu um gerð jarðvarmavirkjunar þar í landi, með fyrirvara. Hvað skyldi annars vera meðferðis í þeim samningi ef til vill. 20 ára aðgangur að starfsmönnum Orkuveitunnar eða hvað ? Á að rúlla þessu ferli yfir almenning í landinu meðan stjórnvaldsaðilum gengur hægt að komast að því hvort samrunaferli fyrirtækja í almannaeigu og einkafyrirtækis stenst lög.

kv.gmaria.


Hin nýja Biblíuþýðing, að mínu viti ónauðsynlegt verkefni.

Ég er nú svo heppinn að eiga tvær gamlar Biblíur uppi í hillu og enn hefi ég ekki rekist á eitthvað sem ég ekki kann skil á í íslenskri orðanotkun þeirrar útgáfu. Tilhneiging manna til þess að gera tilraun til þess að stíilfæra staðreyndir ýmis konar við þýðingar og endurútgáfu er ekki nýr kapítiuli hér á landi. Því miður oft með þeim árangri að allt annan skilning má leggja í hina nýju túklun. Með raun réttu má segja að ef til hafi á skort að auka málskilning Íslendinga í stað þess að endurþýða rit kenninga eins og Biblíunnar frá grunni, með misgóðum árangri í því sambandi og endalausum deilum millum manna um slíkt.

kv.gmaria.


Skrítin tímasetning á ferðalagi Össurar til Indónesíu.

Er eitthvað eðlilegt við það að ráðherra úr ríkisstjórn landsins sé á ferðalagi erlendis með fyrirtækjum sem enn stendur styrr um varðandi ráðstafanir og samninga á sviði orkumála hér innanlands ? Það væri mjög fróðlegt að vita hvort þetta ferðalag hefði hugsanlega verið hluti af " samningspakka REI og GGE=Orkuveitan ?

kv.gmaria.


Ísland. gamall kveðskapur úr skúffunni.

Ísland er yndislegt augum að sjá,

við árstíða birtu sem himnunum frá.

Andstæður skapa vort einstæða land,

okkar í sálina binda þær band.

 

Þótt yfir oss dynji hin óskapar él,

allt hefur tímann og staðinn, að tel.

Þótt myrkrið á stundum dagana dylji,

er dugur og kjarkur lífsins vilji.

 

Lífið er til þess að finna og vinna,

sigur í afrekum athafna sinna.

Öðlast og skilja að hver athöfn og orð,

spor okkar marka við mannanna borð.

 


Stækka bara beljurnar til að mjólka upp í mjólkurkvótann ?

Það mætti halda að bændur hafi gengið fram af björgum  að leggja það til að henda íslenzka kúakyninu, en kvótakerfi láta ekki að sér hæða, birtingamyndir eru þær sömu í sjávarútvegi og landbúnaði, færri stærri framleiðslueiningar, á fárra manna höndum. Ég legg til að beingreiðslur til bænda verði bundnar við íslenzkar kýr, og ef leyft verður að flytja inn stærri beljur þá geti menn verið beingreiðslulausir í slíkri framleiðslu.

kv.gmaria.


Að jafna, hitt og þetta.

Jafna meira, jafna betur,

jafna allt á jörðu hér.

Jafna þar til enginn getur.

jafnað það sem eftir er.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband