Ísland. gamall kveðskapur úr skúffunni.

Ísland er yndislegt augum að sjá,

við árstíða birtu sem himnunum frá.

Andstæður skapa vort einstæða land,

okkar í sálina binda þær band.

 

Þótt yfir oss dynji hin óskapar él,

allt hefur tímann og staðinn, að tel.

Þótt myrkrið á stundum dagana dylji,

er dugur og kjarkur lífsins vilji.

 

Lífið er til þess að finna og vinna,

sigur í afrekum athafna sinna.

Öðlast og skilja að hver athöfn og orð,

spor okkar marka við mannanna borð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband