Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Gengur ríkisstjórnin erinda fyrirtækja á kostnað almennings í landinu ?

Hver borgar ferðalag iðnaðarráðherra til Indónesíu ? ER það almenningur í landinu eða fyrirtækið sem ráðherra gengur erinda fyrir ? Í mínum huga er hvoru tveggja óviðunandi. Það er fáránlegt að ráðherrar í ríkisstjórn landsins séu að ganga erinda einkafyrirtækja úti í heimi í sérstökum ferðalögum þess efnis. Það er eins fáránlegt að ráðherra í ríkisstjórn landsins, fari erinda fyrirtækis í boði þess hins sama og sé þar með háður því.

kv.gmaria.


Samstarf einkaaðila og opinberra aðila er lykillinn að orkuútrásinni, segir viðskiptaráðherrann

Viðskiptaráðherra Björgvin Sigurðsson var í Silfri Egils í dag þar sem hann nefndi " frægðarför Össurar til Indónesíu "  m.a en einnig mun á Samfylkingunni og Framsóknarflokknum í ríkisstjórn, þar sem verið væri að setja lög þar sem útlendindingar gætu ekki keypt upp orkulindirnar.

Til hvers ættu útlendingar að koma hingað til að fjárfesta í orkufyritækjum þegar búið er að fara með orkufyritækin til útlanda fyrir ekki neitt ?  Með dyggri aðstoð ráðherra Samfylkingarinnar.Getur það verið að Villi hafi verið að ganga erinda ríkisstjórnarinnar í málum Orkuveitunnar ? Hvað með hinn nýja borgarstjóra Dag, úr hvaða flokki kemur hann, nema hinum ríkisstjórnarflokknum ? Mun hann blessa yfir orkuklúðrið ?

kv.gmaria.

 


Samfylkingin ef til vill með sérsveitir í huga ?

Ætli þurfi ekki að manna sérstakar sérsveitir til leitar í fangaflugvélum hér á landi ? Utanríkisráðherra hefur látið sig varða stríðsrekstur í heiminum og þetta er sennilega einn kapítuli í því sambandi, en spurning um framkvæmdina ???

kv.gmaria.


mbl.is Utanríkisráðherra: Leitað verði í fangaflugsvélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afar fróðlegt, hvað veldur ?

Það er orðið fróðlegt ef menn vita ekki lengur í hverju aukinn hagnaður felst. Það munar að vísu ekki nema um 10 og hálfum milljarði sem fráviki frá spám greiningardeilda um tap að sjá má. Hvað næst ?

kv.gmaria.


mbl.is Óþekkt fjárfesting meðal skýringanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áttu menn ekki von á hálkunni ?

Sé ég ekki saltbílinn á ferð klukkan að ganga tvö að salta aðalleiðina gegnum hverfið. Hér hafa menn verið á bifreiðum í tangó og tvisti  í hálkunni, síðan um klukkan tíu í kvöld. Einn bíll flaug á ljósastaur hér fyrir utan, þannig að ljósastaurinn stendur eftir eins og jólakerti með ljósið hangandi í snúru niður en sá ók á brott úr þeim aðstæðum. Að ósekju hefðu menn nú mátt vera fyrr á ferð að salta einkum og sér í lagi þegar rætt hefur verið um að menn minnki notkun nagladekkja. Kanski áttu mann ekki von á hálkunni.

kv.gmaria.

 


Flokkun og forgangsröðun réttindalegrar stöðu þegna landsins.

Ef réttindi minnihlutahópa samfélagsins eru farin að vega að réttindalegri stöðu barna svo sem það atriði að gera eigi hjónaband karls og konu sem kynforeldra að engu , til þess að minnihlutahópur í þessu tilviki samkynhneigðir geti samsamað sig gagnkynhneigðum, er ég hrædd um að kynhneigð fólks kunni að hafa fengið fullmikið vægi, varðandi forgangsröðun alla í hvers konar réttindabaráttu þar sem réttindi barna virðast aukaatriði hvað varðar að þekkja foreldra sína báða sem þó er lögum samkvæmt enn til staðar í dag. Réttur barns er í mínum huga æðstur og efstur.

kv.gmaria.


Kvótakerfið er þjóðhagslega óhagkvæmt kerfi, hvort sem mönnum líkar betur eða ver.

Það er ótrúlegt að flokkur meintra jafnaðarmanna setist í ríkisstjórn með Sjálfsstæðismönnum og þegi þunnu hljóði um annmarka kvótakerfis sjávarútvegs á Íslandi, eftir þá auðn á landsbyggðinni sem er að finna eftir lögleiðingu framsals aflaheimilda millum útgerða, landið þvert og endilangt. Til þess að bæta gráu ofan á svart samþykkir Samfylkingin síðan alls konar málamyndaaðgerðir vegna þorskskerðingar ásamt samstarfsflokknum sem teljast verða í raun meiriháttar stjórnmálalegt klúður allra handa, undir nafninu " mótvægisaðgerðir " . Aðgerðir þessar eru álíka því að  reyna að bæta sokk með allt of stórt gat sem betra væri að henda og prjóna nýjan í staðinn. Efasemdaatriðin um meint ágæti þessa kerfis eru nefnilega svo mörg að menn geta ekki með vitrænum hætti horft lengur framhjá þeim, með tilraunum til þess að skýla sér bak við vísindamenn sem mistókst að spá fyrir um gang mála hvað varðar verðmesta fiskistofninn við landið , stærð og þróun tvo áratugi. Það er nægilegt að skoða skattana fyrir og eftir lögleiðingu framsals til þess að sjá hver áhrif varða á þjóðarhag, með samsafni aflaheimilda til örfárra.

kv.gmaria.


Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu, algjört Kaos eða hvað ?

Það er byggt og byggt og byggt og byggt, út um allar mögulegar koppagrundir sem fyrirfinnast sem auðir blettir. Á sama tíma þokast lítið sem ekki neitt i samgöngum í samræmi við fjölgun íbúa. Bíleign per mann er næstum heimsmet. ER það virkilega óframkvæmanlegt atriði að setja það í reikniformúlur hvað mikið magn bíla bætist við samgöngumannvirki per sveitarfélag við ákvarðanatöku um uppbyggingu nýrra hverfa eða viðbóta inni í þeim hinum sömu ? Mér hefur löngum verið það illskiljanlegt að menn geti hent heilu nýju hverfunum á kort án viðbóta samgöngulega. Ég legg til að fyrr en síðar fari menn að kynna áætlanir hvernig á að rýma höfuðborgina ef á þyrfti að halda.

kv.gmaria.


Skrapp inn í Reykjavík og sá allt í einu strik á himni.!!!

Lifandis ósköp getur maður verið utan við sig stundum. Alveg datt það úr mér að Friðarsúlan lýsti enn upp himinn, því ég sá allt í einu ljósrák á himni og undraðist mjög um stund, þ.e. þangað til allt í einu kviknaði á perunni og ég mundi eftir Friðarsúlunni. Hef reyndar ekki farið sérstaka ferð að sjá hana heldur einungis horft á í sjónvarpi. Ef til vill týpiskt dæmi þess hve fljótt maður gleymir fréttum.

kv.gmaria.


Landbúnaðarmálin í Kastljósi kvöldsins.

Jón Magnússon var í Kastljósi kvöldsins ásamt landbúnaðaráðherra Einari H. Guðfinnssyni.  Hann benti á það að fólk hefði ekki lengur efni á kaupa innlendar afurðir.Ekki varð annað séð en ráðherra færi undan í flæmingi varðandi það atriði að reyna að verja mestu styrkveitingar sem þekkjast til landbúnaðar en á sama tíma hvað hæsta matvælaverðs til neytenda. Það er nokkuð ljóst að stjórnvöld hafa ekki áttað sig á þvi að hryggur og læri af lambi kostar fullmikið fyrir almennan verkamann hér á landi.

kv.gmaria.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband