Hvar eru ráðin sem kennd voru mönnum til handa...

Hvar eru ráðin sem kennd voru mönnum til handa,

hví er hér þjóð sem er þjökuð af þungbærum vanda ?

Er þjóðin að kjósa sér menn til að stjórna og stýra,

í íþróttakapphlaupi flokkanna á veginum dýra ?

Er viðskiptasiðferði, frumskógarlögmál til skjala,

samkeppni dulbúin einokun sem ei fær að tala ?

Hlaupum við ef til vill endalaust öfga á milli,

í íþróttakapphlaupi flokka að upphefja snilli ?

 

kv.Guðrún María.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Flott Guðrún María!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 23.12.2009 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband