Eru íslenskir stjórnmálamenn ekki þess umkomnir að minna umsvif hins opinbera ?

Það virðist engu breyta hver sest á hið háa Alþingi, aldrei tekst að minnka umsvif hins opinbera hér á landi og núverandi ríkisstjórn er þar engin undantekning, þótt á fáum tímum hafi verið fyrir hendi meiri nauðsyn þess en nú.

Það atriði að hækka og auka skattheimtu í efnahagslegum samdrætti eins þjóðfélags, eins og núverandi ríkisstjórn er að framkvæma, með sömu umsvifum hins opinbera nær alfarið, er stórfurðuleg athafnasemi og getur litið annað gert en að draga mátt úr fyrirtækjum og einstaklingum sem til þessa hafa mátt þola samdrátt svo um munar.

Ég get ekki betur séð en við siglum hraðbyri inn í gamla kommúnismann hér á landi þar sem frelsi einstaklingsins er fyrir bí, og ríkið stjórnar því hvort þú stigur afturábak eða áfram með skattaálögum.

kv.Guðrún María.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl Guðrún María; æfinlega !

Lítil líkindi eru til þess; að embættismenn ríkiskerfisins, hvða þá; stjórnmálamenn, makráðir og vanir hefðbundnum greiðslum, úr Landsins kassa (Ríkissjóði), taki nú upp á því, að fara fyrir þeim endurbótum - sem verða mættu til, að draga úr sóun ýmissi, hver viðgengist hefir, áratugunum saman.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband