Lyfjaávísanir lækna til fíkla ?

Getur það verið að hið opinbera taki ekki í taumana ef um er að ræða lyfjaávísanir á contalgin lyf til fólks sem telst vera langt leiddir fíklar ? Ef sú er raunin að slíkt viðgangist þá er það lágmark að læknir sá er ávísar hafi með viðkomandi sjúkling að gera alfarið með stöðugu eftirliti ég endurtek stöðugu. Ef ekki þá skyldu slíkar ávísanir ekki eiga sér stað.

Frásögn Jóhannesar í Kompási þess efnis að eftirlitslæknir Byrgisins hefði ávísað lyjfum til fíkla er mál sem ég tel að þurfi sannarlega að rannsaka og það ofan í kjölinn. Lyfjaávísanir eru ábyrgðarhluti og eftirlit með slíkri framkvæmd þar að sjálfsögðu að hafa eftirfylgni að öðrum kosti er nefnilega hugsanlega komið til sögu að slíkt viðhaldi ákveðnum hluta fíkinefnamarkaðar.

Hefur viðkomandi læknir fengið áminningu um slíkt áður til dæmis og þá hvar ?

Það hlýtur Landlæknsembættið að eiga til í sínu gagnasafni.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband