Mannafla skortir að störfum og fólk gefst upp...

Það atriði að mannafla skuli skorta að störfum í opinberri þjónustu jafnvel í fangelsum eins og nú kom fram í Kastljósi kvöldsins er áfellisdómur yfir áherslum stjórnvalda gagnvart gæðum þjónustu. Störf sem innt eru af hendi í samfélagsþjónustu hvort sem um er að ræða störf er krefjast menntunar eða störf sem ófaglærðir inna af hendi samhliða fagmenntuðum við að veita sömu þjónustu inniheldur það atriði að reynsla og tími manna að störfum í formi þekkingar er virði gulls til framtíðar. Aukið vinnuálag  per einstakan starfsmann, undir formerkjum þess að spara í stöðugildum stofnanna í heild , heitir í mínum huga það að spara aurinn en kasta krónunni, því mannlegt álag á sér mörk, og fásinna þess efnis að ofgera fólki i erfiðum störfum kostar peninga í formi þess að mennta nýtt fólk og þjálfa til starfa því reynslan sem tapast kann að vera margfalt meira virði en það atriði að launa eitt stöðugildi í viðbót til starfa. Skammtímasjónarmið þess efnis að sýna fram á meintan sparnað hér og þar er enginn sparnaður þegar upp er staðið og árangurinn eða öllu heldur afleiðingar slíkrar stefnu er sífellt versnandi velferðarumgjörð án allra staðla um gæði þjónustu.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband