Frá Pontíusi til Pílatusar.

" Því miður það eru bara engin úrræði " " Við höfum bara engar úrlausnir ........!  "  fyrir börn í fíkn með geðræna kvilla, segir heilbrigðiskerfið sem bendir á barnaverndarkerfið sem bendir á lögreglu sem bendir á barnaverndarkerfið og heilbrigðiskerfið . Bugl vill ekki sjá fíkla, geðdeildir vilja ekki sjá unglinga og meðferðarstofnanir Barnarverndarstofu vilja ekki sjá börn með geðræna kvilla því engir fagaðilar eru þar að störfum sem heitið getur á sólarhringsvöktum.

Það er því eins gott fyrir foreldra barna sem lenda í slíku að fara að lesa sér til um samspil geðrænna vandamála við fíkn því eins víst er að foreldrar sjálfir megi þurfa að fást við þetta samspil heima fyrir ef slík staða kemur upp í hendur viðkomandi.

 Meðan flogið er eftir fótbrotnum manni sem keyrði út af fullur einhvers staðar má barn með kvilla af geðrænum toga ef til vill una því að slíkt sé ekki hægt að meðhöndla af því kvillinn kom til sögu vegna neyslu fíkniefna að virðist og eins og áður sagði vísar hver á annan , hver um annan þveran.

Betur má ef duga skal og eins og skot þarf að koma á samráði dóms, félags, og heilbrigðisyfirvalda um þessi málefni barna og samhæfa úrlausnir með það að markmiði að fækka vandamálum í stað þess að auka því hvert barn með geðræna kvilla í neyslu er auðveld bráð glæpamanna til þjónustu við starfssemi sem slíka.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

gleðileg jól

Ólafur fannberg, 19.12.2006 kl. 17:14

2 Smámynd: Árni Matthíasson

Pontíus og Pílatus voru reyndar einn og sami maðurinn.

Árni Matthíasson , 20.12.2006 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband