Skoðanalausir stjórnmálaflokkar um ónýtt kvótakerfi sjávarútvegs, utan Frjálslynda flokkinn.

Uppstokkun stjórnmála á vinstri vængnum virtist þýða það að flokkar eins og Samfylking og VG voru tilbúin til þess að sleppa því alveg að hafa skoðun á aðalatvinnuvegi landsmanna til langs tíma, að virtist til þess að safna fylgi í flokkana og forðast deilumál.

Mér hefur stundum fundist að Frjálslyndi flokkurinn hafi öðlast einkaleyfi á stjórnmálasviðinu í umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið og gagnrýni á skipulag þess þangað til þorskstofninn hrundi þá vildu einhverjir Lilju kveðið hafa að virtist.

Það var því lítið mál við síðustu stjórnarmyndun fyrir Sjálfstæðismenn, höfunda þessa kerfis að taka Samfylkinguna upp í vagninn því helsta afrek formanns þess flokks var að ganga á fund LÍÚ með sáttaplagg um kerfið án nokkurra skoðana flokksins á ágöllum.

Þessir tveir flokkar gátu hins vegar tekið ákvarðanir um óútfylltan vixil undir nafni mótvægisaðgerða þegar ljóst var að kerfið hafði ekki virkað til að byggja um þorskstofninn og sjálfbærni hins frjálsa markaðskerfis því allt í einu í uppnámi og peningar skattgreiðenda skyldu nú allt i einu notaðir til þess að sópa vandanum undir teppið.

Mótvægisaðgerðir þessar má segja að séu í ætt við gengisfellingar fyrir ára. sé tekið mið af tilgangi upphaflegs skipulags mála.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þingmenn, forysta Frjálslyndaflokksinsog einstaklingar innan hans hafa hingað til haldið því fram að allt sé fullt af þorski í sjónum kringum Ísland og ekkert þurfi annað að gera en að veiða hann þá sé allt í himnalagi.Varla er hægt að kenna kvótakerfinu um það ef allt er fullt af þorski, einsog þetta fólk í flokknum heldur fram,sem ég er ósammála, heldur hlýtur það að teljast með mæli með kvótakerfinu.Það verður að gera þær kröfur, að forystufólk innan flokksins eins og til að mynda formenn einstakra félaga innan flokksin hafi samræmi í sínum málflutningi.Ef til vill er best að ræða þessi mál í félagi flokksins í Hafnarfirði.Kv. 

Sigurgeir Jónsson, 28.1.2008 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband