Auðvitað þurfti að frysta skattleysismörk og halda öryrkum og ellilifeyrisþegum við sama tekjumark, vegna þess ...

Að ríkissjóður fékk ekki krónu í kassann af hinni svökölluðu " sjálfbæru hagræðingu í sjávarútvegi ".

Aðalatvinnuvegi íslensku þjóðarinnar frá aldaöðli.

 Landsmönnum var talin trú um það að þeir væru alllir þáttakendur í þessu " frábæra skipulagi " að virðist með lögbundnum iðgreiðslum í lifeyrisjóði sem aftur fjárfestu í sjávarútvegsfyrirtækjum á hlutabréfamarkaði.

Gallinn var sá að einungis handhafar aflaheimilda græddu á umsýslunni þvi þeir keyptu upp tap og komust í áratug frá skattgreiðslum til samfélagsins.  Því til viðbótar gátu þeir grætt á því að leigja og selja frá sér aflaheimildir án gjalds fyrir umsýsluna sem slíka.

Verkalýðshreyfingin varð að máttlausu afli til handa launafólki, með markaðsbraski og þáttöku í fjármunaumsýslu á meintum markaði hér á landi sem þó engin er í 300 þús manna samfélagi sem ætti að hafa gefið augaleið í upphafi.

Láglaunafólk, öryrkjar og ellilifeyrisþegar hafa því verið samferða lengst af hvað varða afar lítinn hluta af nútíma gæðum þeim sem talað er um að séu til staðar í voru þjóðfélagi.

kv.gmaria.

  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband