Eftir höfðinu dansa limirnir, þurfa stjórnmálaflokkarnir kanski að fara að taka sér tak ?

Það skyldi þó aldrei vera að auka þyrfti á innbyrðis siðvæðingu innan allra stjórnmálaflokka, til dæmis það einfalda atriði að setja sér reglur um hin ýmsu mál svo sem flokkaflakk kjörinna fulltrúa á miðjum kjörtímabilum jafnt sem rétt fyrir kosningar.

Sjálf hefi ég talað fyrir því í mínum flokki eftir brotthvarf míns félaga Gunnar Örlygssonar á sínum tíma að flokkurinn setti sér reglur fyrstur flokka um slíkt. Ég tel ekkert hamla því að flokkar setji sér reglur sem síðan mætti að sjálfsögðu samræma millum starfandi flokka með kjörgenga menn í til sveitarstjórna og þings.

Meðan flest allt er leyfilegt og kjörnir fulltrúar flokka skipta um flokka eins og þeim dettur í hug sitt á hvað eru flokkar og lýðræði afskræmt.

Engum til hagsbóta , hvorki þeim er starfa í stjórnmálum né heldur til handa fólki í landinu.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband