Átti hið frjálsa framsal ekki að skila ábyrgð í umgengni um fiskimiðin ?

Hafi ég tekið rétt eftir í ræðu og riti Hannesar Hólmsteins um fiskveiðistjórnun þá var meiningin að hið frjálsa framsal þ.e. að menn keyptu kvóta hver af öðrum myndi skila því að menn hugsuðu því betur um tilvist verðmætanna. En er það svo ? Hefur það kanski gleymst að til er lífríki á hafsbotni og ekki er sama hvernig um það er gengið hvar og hvenær s.s. hve mikið magn skipa veiðir með svo og svo miklum afköstum umfram það sem áður hefur verið ellegar aðferðafræði að öðru leyti breyst. Getur það verið að útgerðarmenn hafi litið svo á að hið opinbera sæi til þess að stöðva framkvæmd mála fyrir þá ef í óefni horfði ? Hver var þá tilgangurinn með hinu frjálsa framsali ef svo kynni að vera ? Gæti verið að sá hinn sami tilgangur væri fallinn um sjálft sig ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Hæ takk fyrir síðast við blárar öldur Atlandshafs.  Það er langur tími að bíða eftir aðgerðum varðandi fiskveiðikerfið, en vonandi er verið að vinna að lausn mála þar í anda þess sem Færeyjingar eru með!

Ester Sveinbjarnardóttir, 25.6.2007 kl. 01:09

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sömueiðis Ester.

Það er ekki annað að gera en að halda áfram að róa he he.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.6.2007 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband