Frjáls peningaumsýsla með forsjá ríkisins í sjávarútvegi ?

Það stendur ekki streinn yfir steini lengur hvað varðar forsendur kvótakerfis sjávarútvegs hér á landi, hvorki hvað varðar lögleiðingu framsals milli aðila hvað þá vísindalegan grundvöll og forsendur fyrir slíku, þar sem uppbygging verðmesta fiskistofnsins þorks hefur mistekist og þar með sjálfkrafa raskað flestu er lýtur að peningalegri umsýslu með meint verðmæti. Því til viðbótar hefur hið frjálsa framsal raskað flestu sem raska má á þurru landi , landið þvert og endilangt, þvert á upphafleg markmið lagasetningarinnar, um byggð í landinu. Stjórnmálamenn mega skammast sín allir sem einn sem hafa hummað þessi mál fram af sér ár eftir ár með þegjandahætti innan vébanda sinna flokka sem eiga að kallast stjórnmálaflokkar fólksins í landinu.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ég verða að benda á að meðan málin eru einsog þau eru í dag er því miður ekki von á að mikið gerist. Hvaða boðskap heldur þú að Guðrún Marteinsdóttir troði öfugum ofaní nemendur sína við Háskólann? Þetta er miklu rotnara heldur en nokkrum getur því miður órað fyrir.

Hallgrímur Guðmundsson, 25.6.2007 kl. 07:04

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Hallgrímur.

Ekki ætla ég að rengja þig varðandi það atriði.

kv.gmaria. 

Guðrún María Óskarsdóttir., 26.6.2007 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband