Hve miklum skattekjum hefur kvótakerfið skilað þjóðarbúinu ?

Ég lýsi hér með eftir upplýsingum um hve miklar skattekjur hafa runnið til ríkisins frá því að útgerð hér á landi var heimilt að framselja og leigja frá sér aflaheimildir með lagaheimild frá Alþingi fyrir 15 árum uþb. ? Hver er hagnaður hins opinbera af framkvæmd þessarri ? Almenningur í landinu á heimtingu á að vita þessi annars einföldu atriði . Hvað kostar að gera fjölda manna atvinnulausan úti á landi í sjávarþorpum ? Hvað kostar að gera eignir sem lánað hefur verið út á af opinberum sjóðum sem eignarhúsnæði verðlausar á einni nóttu ? Hvað kostar að henda nýbyggðum mannvirkjum í formi skóla og heilsugæslu fyrir íbúa og landsfjórðungssjúkrahúsum sem ónýttum ?

Mig vantar svör.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband