Sofandaháttur núverandi ríkisstjórnarflokka.

Eftir dúk og disk er farið að vinna í því að efla samkeppniseftirlit en ekki fyrr en stjórnin tók ákvörðun um að lækka virðisaukaskatt rétt fyrir kosningar . Hvað var um að vera allt kjörtímabilið síðustu fjögur ár ? Málamyndagangurinn er algör, og sýndarmennskan um skattalækkun rétt fyrir kosningar eitthvað sem sem valdhöfum finnst boðlegt fyrir skattpýndan almenning í landinu . Hér hefur verið búið til viðskiptaumhverfi einokunarrisa  í hverjum geira á fætur öðrum undir formerkjum frelsis sem ekkert er. Einokunarrisa sem annað hvort heita bankar með samráð um verðtryggingu og vexti eða olíufélaga með verðlagningu, matvörukeðja með rándýrar búðir og ódýrar á sömu hendi. Örfárra eigenda heimilda til veiða á fiski og framleiðslu landbúnaðar í anda gömlu ráðstjórnarríkjanna um hin fullkomna verksmiðjubúskap þar sem launamaðurinn uppsker lítið úr bítum nema skattlagningu og þjónustugjaldagreiðslur til hins opinbera sem telur sig hluta af þáttakanda á markaðsdansleiknum að virðist. Hópar fólks verða að leiguliðum , og skólaliðum, sjúkraliðum og liðum alls konar til að liða þjóðfélagið sundur í einingar stéttskiptingar ofurlauna og launa sem illa eða ekki nægja til framfærslu. Árangurinn er enginn enda markaðsvæðing 300 þús manna samfélags að hluta til draumsýn sem í upphafi mátti endir skoða samkvæmt því skipulagi sem núverandi stjórnvöld lögðu upp með .

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband