Hið götótta velferðarkerfi Íslendinga.

Háleit markmið er að finna í lögum um þjónustu hins opinbera ýmis konar en þegar kemur að framkvæmdinni víða vill málið vandast og það atriði að nægilegir fjármunir séu fyrir hendi til þess að uppfylla laganna hljóðan er allsendis ekkert víst. Kostnaðarþáttaka sjúklinga í íslenska heilbrigðiskerfinu hefur stóraukist í tíð núverandi ríkisstjórnar svo mjög að hluti fólks hefur ekki efni á því sem þar er lagt gjald á í raun. Hluti heilsufars hér á landi tannlækningar teljast hér ekki kapítuli sem flokkast undir mannslíkamann að virðist frekar en augnlækningar hvað varðar niðurgreiðslu sem sjúkdómar. Eitt af mörgu stórfurðulegu sem hið háa Alþingi hefur ekki fengið þokað í áraraðir. Svo er það skattkerfið sem líkja mætti við þrælagaleiðu þar sem láglaunafólk og bótaþegar verða sjálfkrafa að galeiðuþrælum skattkerfisins við skattöku af launum sem illa eða ekki nægja til framfærslu ellegar bótum sem skerðast þegar fólk reynir að vinna sér til hagsbóta með skertri starfsorku. Þvílík og önnur eins della hefur ekki verið hér við lýði lengi á Íslandi .

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband