Frjálslyndi flokkurinn berst aðrar kosningar fyrir byggðum landsins.

Það stóra atriði að atvinnuvegakerfi sjávarútvegs og landbúnaðar þokist áfram til þróunar þýðir ekki að kerfin séu lokuð fyrir nýliðun líkt og nú er og hefur verið í tíð núverandi valdhafa. Báðum þessum kerfum þarf að umbreyta til hagsbóta fyrir þjóðina í heild, einkum og sér í lagi færa aðferðafræðina í anda nútíma framtíðarhugsunar um vitund um umhverfið í víðu samhengi. Íbúum á Suðvesturhorni landsins er engin akkur í því að allir flytjist þangað og Ísland verði borgríki á Reykjanesskaganum því fer svo fjarri. Kvótakerfi sjávarútvegs og landbúnaðar sem ríkisstjórn Sjálfstæðis og Framsóknarflokks hefur púkkað upp á eru bæði kerfi í anda kommúnisma þar sem ofboðsleg ráðstjórnarhyggja í formi stjórnvaldsaðgerða stýrir báðum þessum kerfum inn í verksmiðjubúskap stórra fabrikkueininga þar sem örfáir hafa öll völd í hendi sér fyrir tilstuðlan stjórnvalda sjálfra. Raunin er sú að þar er á ferð ofurskammtímahagsmunahyggja kapítalisma sem með stjórnvaldsaðgerðartilstandinu fór yfir í púra kommúnisma, því miður. Við þurfum að byggja landið allt og dreifa og skipta með verkum til handa landsmönnum í komandi framtíð og það er hægt en til þess þarf að endurskoða skipulag núverandi aðferðafræði, það er ljóst.

kv.gmaria. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ubbs!!!  kæru frjálslyndir!   En eru ekki annars veðurhorfur  bara góðar framundan?

Ég meina, þvílíkt  ....!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 18.2.2007 kl. 01:27

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Kæra Gmaria, eru þá Gunnar og Siglín Margrét hægri kommúnistar.  Hafa ekki sætt sig við t.d. lífrænan landbúnað?  sem ég er mikil áhugamanneskja um.

Ester Sveinbjarnardóttir, 18.2.2007 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband