Fólkið sem yfirgaf Frjálslynda flokkinn síðasta kjörtímabil.

Gunnar Örn Örlygsson ákvað að hverfa á brott úr flokknum og ganga í Sjálfstæðisflokkinn en hann náði kjöri sem efsti maður á lista  Frjálslynda flokksins í síðustu kosningum. Varamaður hans í öðru sæti var Sigurlín Margrét Sigurðardóttir sem upphaflega settist inn á þing í þingbyrjun meðan Gunnar var að afplána dóm sem hann þurfti að taka út. Nú nýlega ákvað Sigurlín Margrét að segja sig úr Frjálslynda flokknum eftir að Margrét Sverrisdóttir tapaði í kjöri til varaformanns og gekk úr flokknum. Brotthvarf þessarra tveggja aðila frá þeim sjónarmiðum og hugsjónum sem þau hin sömu gáfu sig út fyrir og voru kjörin á þing til er í fyrsta lagi vanvirðing við kjósendur og í öðru lagi vanvirðing við okkur hin sem hér störfuðum af heilindum við að vinna þessu fólki brautargengi á Alþingi Íslendinga. Vanvirðing við almenning í landinu er þar ofar af hálfu viðkomandi að mínu áliti.Starf í stjórnmálaflokkum veltur ekki á því að einhver ein persóna sé ofar annari að virðingarstöðu heldur að samstarf og samvinna um þær grundvallarhugsjónir sem hver byggir á gildi,  og það atriði að una lýðræði er eitthvað sem hugsanlega þyrfti að halda um námskeið.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Þú segist vera í Frjálslynda flokknum svo hvað finnst þér þá um innkomu Valdimars Leó og Kristins H. í þinn flokk?

Björg K. Sigurðardóttir, 18.2.2007 kl. 00:35

2 Smámynd: Agný

Mér finnst bara að það eigi að afnema þetta fokking flokkakerfi og kjósa menn með málefni!Það væri allt í lagi að þessir flokkar sama hvaða nafni þeir nefnast stæðu við öll síðustu kosninga loforðin (ja svikin frá þar síðustu kosningum..) áður en þeir fara að lofa nýjum eða þeim gömlu aftur í nýjum búningi..loforðasúpan er löngu búin með ermarnar..hún er sko farin að flæða upp úr hálsmálinu!..Eins gott að liðið fari að ganga í rúllukragapeysum..

Agný, 18.2.2007 kl. 00:44

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Það fer mikið starf fram í flokkunum sem nýtast þeim þingmönnum er starfa fyrir flokkana það er líka til hagsbóta fyrir almenning.  En það er aftur spurning hvort það kæmi ekki betur út ef flokkarnir stilla fram mönnum í stað þess að það fari fram prófkjör.  Þannig væri hægt að stilla betur saman strengi.

Ester Sveinbjarnardóttir, 18.2.2007 kl. 01:02

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Björg.

Lítið þekkir þú til í Frjálslynda flokknum ef þú telur að ég " segist " vera í flokknum.

Ég gekk í Frjálslynda flokkinn árið 2003 eftir að Margrét Sverrisdóttir fór þess á leit við mig að ég tæki þátt í starfi þar , hafandi ekki áður komið að flokkapólítik.

Fyrstu beinu viðkynni mín af flokknum voru þau að ég hitti Gunnar og Magnús Þór í spjalli sem efstu menn sinna kjördæma.

Hvað varðar Valdmar og Kristinn þá fagna ég þeim sem flokksmönnum og vísa spurningu þinni til þeirra flokka sem þeir tilheyrðu um hvers vegna þeir gengu úr þeim.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.2.2007 kl. 01:05

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Agný.

Já loforðasúpan nefndu það einn bloggvinur minn Bjarni Harðarson lenti nú aldeilis í því sem nýr kandidat í faginu að verja loforðasúpu um Suðurstrandaveg, og hann lýsti á sinni bloggsíðu um daginn, það var góð lýsing .

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.2.2007 kl. 01:09

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Ester.

Hinn óhóflegi kostnaður sem prófkjörin innihalda mismunar einstaklingum á grundvelli stöðu sinnar til dæmis sem kjörinna þingmanna og þeirra sem vilja koma nýjir inn í stjórnmál og því all afsætt fyrirbæri nú orðið í hinu svokallaða markaðssamfélagi .

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.2.2007 kl. 01:14

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Hanna Birna.

Takk, við stöndum saman um að vinna málum betra brautargengi.

kv.gmaria. 

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.2.2007 kl. 01:16

8 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Þú nefnir það hér vinstra megin á síðunni að þú sért félagi í Frjálslyndaflokknum og ég var bara að vitna í það. Án þess að ég vilji vera með leiðindi inn á annarra manna bloggsíðum þá verð ég samt að koma því að að mér finnst það tvískinnungur að fordæma brottför þingmanns og varaþingmanns frjálslyndra úr flokknum en fagna svo komu Valdimars og Kristins H. í Frjálslyndaflokkinn. Sé engan eðlismun á flokkaflakki þessara einstaklinga nema að Sigurlín hefur ekki gengið í annan stjórnmálaflokk þó hún hafi sagt sig úr Frjálslyndaflokknum.

Kveðja,

Björg 

Björg K. Sigurðardóttir, 18.2.2007 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband