Aldraðir eru afgangsstærð í samfélaginu.

Það er þyngra en tárum taki til þess að vita að aldraðir í þessu samfélagi, fólkið sem kom okkur til manns skuli mega þurfa að skera við nögl lifibrauð í samfélagi allsnægta sem finna má í meðaltalsútreikningum sérfræðireiknimeistara. Aldraðir róa á sömu skattagaleiðunni og láglaunafólk í þessu landi þar sem bætur skerðast ef einni krónu er of mikið þarna eða hérna ef til vill af lífeyri úr lífeyrissjóðum sem fólk hefur þrælað fyrir alla sína ævi hörðum höndum. Stjórnmálamenn sem hyggja á þingsetu eftir næstu kosningar munu verða að gjöra svo vel hvort sem þeim líkar betur eða ver að leggjast í gagngerða endurskoðun á lífeyrissjóðakerfinu hér á landi ásamt því verkefni sem beðið hefur og verið hummað fram af sér allt of lengi sem er kerfi almannatrygginga í heild og það regluverk sem þar er að finna og þarfnast vægast sagt endurskoðunar við. Þeir er sitja við stjórnvöl landsins og þykjast ekkert vilja vita af kjörum aldraðra mega rifja upp samtengingu bóta almannatrygginga við lágmarkslaun á vinnumarkaði. Lágmarkslaun á vinnumarkaði eru hins vegar feimnismál sem helst enginn vill ræða enda viðkomandi þiggjandi lágmarkslauna sjálfkrafa orðinn undir framfærslumörkum sveitarfélaga við greiðslu skatta. Horfa þarf á málin heildstætt og samspil algjörrar láglaunapólítikur og skattkerfis sem er ekki í lagi þarf að koma til sögu.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

VIÐ EIGUM AÐ GERA VEL VIÐ ALDRAÐA,ÞAÐ ER EKKI GERT Í DAG. VONANDI BREITIST ÞAÐ EFTIR KOSTNYNGARNAR Í VOR.KV GEA.

Georg Eiður Arnarson, 16.2.2007 kl. 09:45

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Mér leikur alltaf forvitni á því að vita hvað myndi sparast hjá ríkinu ef þeir tækju upp einfaldara kerfi?  Ofvöxtur hins opinbera er stöðugur og virðist engann enda taka.

Ester Sveinbjarnardóttir, 16.2.2007 kl. 13:59

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Gallinn er sá að fjölmiðlarnir í landinu hafa ekki nógu mikinn áhuga á því að taka þessi velferðarmál þeim tökum sem þarf að taka til þess að varpa ljósi á þá umbreytingu sem orðið hefur í þessum málum síðustu tvo áratugi eða svo.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.2.2007 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband