Um daginn og veginn.

Er búin að fara ofan í lög um hin ýmsu mál í dag og hef komist að því að stjórvaldsákvarðanir í umsýslu rikis og sveitarfélaga er eitthvað sem bæta má verulega í okkar samfélagi en þessar ákvarðanir varða oft veigamikil réttindi borgaranna, sem varinn eru í lagabálkum er heyra undir sömu aðila.

Ákvarðanir sveitarstjórnarmanna í ráðum og nefndum eru stjórnvaldsákvarðanir sem hægt er að áfrýja til ráðuneytis.

Oftar en ekki er hér spurning um það hvort viðkomandi sem lýtur stjórnvaldsákvörðun beri hönd fyrir höfuð sér eða ekki og þá kemur til sögu staða fólks í samfélaginu sem lúta þarf ákvörðunum sem slíkum.

Hef svo sem vitað allt þetta áður en sama sagan dúkkar of oft upp og lítið breytist til bóta þótt árin líði og menn þykist endalaust ætla að vanda sig.

Bíð annars eftir rafvirkja til þess að skoða eldvélina mína sem slær út rafmagnið þegar ég kveiki á einni hellu, hef beðið eftir honum í mánuð, vonandi kemur hann fljótlega.

Gat hins vegar bakað brauð nú í kvöld, afskaplega fínt brauð og ætla að halda áfram að baka brauð meðan ofninn er í lagi.

Gekk með læknum minn göngutúr og hlustaði á fuglaniðinn sem var afskaplega indælt í veðurblíðu dagsins.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott ertu GMaría mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.6.2012 kl. 23:42

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk Cesil min.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.6.2012 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband