Hef sagt það áður og segi það enn, kerfi mannsins þurfa að virka.

Það er ekki nóg að hið háa Alþingi útdeili fjármagni ef sambandsleysi Alþingis við framkvæmdavaldið eða framkvæmdavaldsins við framkvæmdir er fyrir hendi og enginn viti hvað á sér stað. Það sorglega við þessa frásögn er það að hún er hvoru tveggja, gömul og ný samanber félagsmálaúrlausnir. Skortur á eftirfylgni og vitund um virkni aðgerða hefur verið hér á landi landlægur póstur í áraraðir að mínu viti og einhver meiriháttar skandall þurft að koma upp til þess að menn dröslist til þess að skoða mál en yfirleitt eftir að barnið hefur dottið ofan í brunninn. Þannig á það ekki að vera og stórfurðulegt að ekkert breytist eða þokist til bóta og mér segir svo hugur um að ráð væri að senda Alþingismenn á námskeið hluta hvers kjörtímabils til skoðunar á starfssemi framkvæmda og hvernig fjármagn útdeilt af fjárlögum nýtist til hinna ýmsu samfélagsverkefna hverju sinni , stjórn og stjórnarandstöðu.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband