Sjálfstæðisflokkurinn ber jafna ábyrgð á stjórnun landsins.

Ég hef haft það fyrir venju að minna á það fyrir hverjar kosningar að Sjálfstæðisflokkurinn beri ábyrgð ásamt samstarfsflokk sínum í ríkisstjórn á stjórnvaldsaðgerðum þess kjörtímabils sem er að líða. Það hefur yfirleitt brunnið við að síðasta misserið fyrir kosningar hefur flokkurinn látið lítið á sér bera ( eins konar tízka ) eftir starf við stjórnvölinn og öll spjót staðið á málaflokkum samstarfsflokksins í þessu tilviki Framsóknarmanna. Fyrir síðustu kosningar auglýsti Framsóknarflokkurinn svo mikið til að verja stöðu sína að sá hinn sami varð verðlaunahafi á auglýsingapallinumDevil Vægast sagt tvíbentur hróður. En orsök þess að starfa með skattastefnu sem báðir hafa samþykkt í formi þess að velferð hluta samfélagsþegna eigi undir högg að sækja meðan fyrirtækin dansa markaðsdans milli landa í hinu guðdómlega útrásarkapphlaup alveg laus við tekjuskatt launþega á vinnumarkaði. Auðvitað allt spurning um það " hvaða stelpu þú vilt dansa við á ballinu " og Framsóknarflokkurinn tók að sér heilbrigðis og félagsmál ásamt landbúnaði og iðnaði en Sjálfstæðisflokkur forsætis og utanríikisráð ásamt, dóms, menntum og fjármálum, líkt og venjulega. Var einhver að tala um " stétt með stétt " ?

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Já ef til vill er það rétt hjá þér. Sjálfstæðisflokkurinn er hættur að þykjast vera velferðarflokkur.

Nonni

Jón Sigurgeirsson , 12.2.2007 kl. 04:05

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Jón .

Já tel það vera all nokkuð álitamál.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.2.2007 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband