Suðvesturhornið og samvinna sveitarfélaga.

Meðan Hafnarfjörður, Kópavogur, Garðabær , Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Reykjavík hafa hver sínum bæjarstjóra á að skipa þýðir það hið sama ekki að það gangi betur að koma sér saman um samvinnuverkefni svo sem veg milli sveitarfélaga á svæðinu, heldur þvert á móti virðist á stundum sem svo að hvert sveitarfélagið líti á sig sem kóngríki og jafnvel á þann veg að hamla nauðsynlegum samgöngum svo til vandræða hefur verið. Það atriði að ekki hafi tekist að breikka Reykjanesbrautina út úr Hafnarfirði og gegnum Garðabæ samtímis á sínum tíma, er skandall og skömm. Til þess að bíta höfuðið af skömminni leyfir Garðabær síðan opnun stórverslunar í sínu bæjarlandi áður en nauðsynleg breikkun þessarar brautar er kominn til, með tilheyrandi samgönguerfiðleikum þar að lútandi. Sé til dæmi um illa skipulagðar framkvæmdir og skort á samvinnu þá er það þarna borðleggjandi.

kv.

gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég er búin að finna illilega fyrir þessu sl. ár þar sem ég fer á hverjum degi á milli Hafnarfjarðar og Kópavogs, en þetta er þó hátíð miðað við þær samgöngur sem eru til og frá Grafarvogi þar sem ég bý.

Ester Sveinbjarnardóttir, 14.2.2007 kl. 07:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband