Atvinnuskapandi verkefni eins og skot.

Það er hlutverk stjórnvalda að greiða fyrir atvinnuskapandi verkefnum, sem fyrir liggja á borðinu hverju sinni og það atriði að hafa ekki heildarsýn yfir þau hins sömu mál, getur kostað þjóðina mikið.

Það er einnig hlutverk stjórnvalda að greiða fyrir fjárfestingum á þann veg að halda sköttum í hófi og til þess þarf sýn á hið sama.

Það er lélegt að engar einustu nýjar hugmyndir um atvinnutækifæri skuli hafa komið fram frá sitjandi ríkisstjórn í landinu, en ég hefi ekki orðið vör við það og hafi það farið framhjá mér þá bið ég forláts.

Því miður er það tilfinning mín að núverandi ríkisstjórn bíði eftir því að sólin komi upp við aðild að Evrópusambandinu og ekkert skuli fram borið fyrr en aðildarferlinu sé lokið, en ef svo er þá er sitjandi stjórn vanhæf til valdanna.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband