Stjórnmálaástandið hér á landi.

Það er sérkennilegt ástand í stjórnmálum hér á landi ekki hvað síst sökum þess að núverandi ríkisstjórn ákvað að setja aðildarumsókn að Evrópusambandinu í forgang verkefna stjórnarinnar, í stað þess að einbeita sér að uppbyggingu landsins úr efnahagslegum rústum hrunsins.

Samþykkt samstarfsflokksins VG, varðandi þetta mál eru helstu mistök formanns flokksins og skrifast á það að " selja sannfæringu sína fyrir setu við valdataumana " því miður.

Það var nefnilega vitað mál að aldrei yrði sátt um það hið sama í flokki sem hefur haft andstöðu við Evrópusambandið á stefnuskránni lengi, og naut kjörfylgis vegna þess í kosningum.

Evrópusambandsmálið skiptir stjórnmálaflokkunum gömlu Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki upp í fylkingar með og á móti sem ekki er til bóta nú um stundir þegar aldrei hefur verið meiri þörf fyrir sterka afstöðu til mála allra.

Raunin er sú að aðildarumsókn að Evrópusambandinu nú er þvílík tímaskekkja og alröng forgangsröðun hagsmuna lands og þjóðar, af hálfu sitjandi stjórnvalda.

Skortur á notkun þess að bera málið undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort bæri að sækja um mun verða Akkilesarhæll jafnaðarmanna hér á landi um langan tíma fram á veg, því miður.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband