G L E Ð I L E G J Ó L.

Óska vinum og ættingjum og samstarfsmönnum, fjær og nær, sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla, og góðs og farsæls komandi árs, með þökk fyrir árið sem er að líða.

Sérstakar óskir sendi ég austur undir Eyjafjöll, þar sem hugurinn hefur löngum dvalið stóran hluta síðasta árs, horfandi úr fjarlægð á vini og ættingja berjast við nátturuöflin í hamförum eldgoss.

Ég kveiki á kerti, hér heima um hátíðarnar, fyrir foreldra mína sem hvíla í Eyvindarhólakirkjugarði, undir Eyjafjöllum, og manninn minn sem hvílir í Gufuneskirkjugarði, og tengdaforeldra mína sem einnig hvíla þar.

Ég bið öllum Guðsblessunar um þessi jól, en sjálf mun ég halda jólin hátíðleg með drengnum mínum á deild 15, á Landspítala Háskólasjúkrahúsi.

hjartans þakkir fyrir kærleik á árinu sem er að líða.

Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gleðileg jól og farsælt komandi ár Gmaría mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.12.2010 kl. 13:18

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Gleðileg jól og farsælt komandi ár Guðrún María og börn.

Kv. Sigurjón

Rauða Ljónið, 25.12.2010 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband