Ţorláksmessa og skatan.

Hin síđari ár hefur sá siđur skapast á mínum bć, ađ koma saman á ţessum degi og borđa skötu, en skötu hef ég borđađ frá ţví ég man eftir mér og ţótt góđ.

Ólíkt öđrum borđa ég líka brjóskiđ af skötunni en móđir mín heitin sagđi mér ţađ ađ í brjóskinu vćri ađ finna mikilvćg efni fyrir beinin og orđ hennar voru mér nćgileg í ţví efni.

Gćti reyndar borđađ skötu mun oftar en einu sinni á ári en tillitssemi viđ nágranna sem ef til vill kunna ekki ađ meta ţennan góđa fisk, hefur gert ţađ ađ verkum ađ einu sinni á ári er skatan fram borin á mínum bć, á Ţorláksmessudaginn, en ekki oftar.

Ţađ er hins vegar mikill munur á ţví hvort skatan er verkuđ á vestfirzkan máta eđur ei og ţađ skal viđurkennt ađ fyrst ţegar ég smakkađi skötu ađ vestan, fannst mér hún vćgast sagt sterk ţví ég hafđi vanist saltađri skötu hér sunnanlands alla jafna.

Hjá mér er hátíđ í bć ađ borđa skötuna á Ţorláksmessu.

kv.Guđrún María.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharđsson

Ég er sammála ţér međ skötuna, hún er sannkallađur herramannsmatur.

Ég er svo heppinn međa ţađ, ađ á sjónum hefur skapast sú hefđ ađ bjóđa upp á saltfisk og skötu á laugardögum, ţannig ađ ég borđa skötu oftast nćr einu sinni í viku.

Samt er alltaf sérstök hefđ ađ borđa hana á Ţorlaksmessu.

Jón Ríkharđsson, 23.12.2010 kl. 07:11

2 Smámynd: Guđrún María Óskarsdóttir.

Sćll Jón.

Já mikiđ ert ţú heppinn ađ fá skötu einu sinni í viku, ţetta er mjög góđur matfiskur í matarflóruna.

kv.Guđrún María.

Guđrún María Óskarsdóttir., 23.12.2010 kl. 23:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband