Hugleiðing um jól.

Jólin eru góður tími hugleiðinga um lífið og tilveruna, og mér varð hugsað til þess í dag hversu mikil " þægindi " nútímaðurinn hefur í raun.

Við getum hringt í flest alla, hvar sem er, hvenær sem er, og fáum að vita flest sem gerist nær samstundis heimsálfa í millum.

Við skreytum húsin hlý, með jólaljósum þar sem birtan af þeim verður svo mikil að kertaloginn lýsir varla.

Við eigum orðið ryksuguvélmenni sem sjá um að þrífa, uppþvottavélar sem vaska upp, örbylgjuofna sem hita og sjóða mat, rafmagnstannbursta og rafmagnsrakvélar, brauðristar, blandara, rafmagnsrúm og rafmagnsteppi.

Rafmagnsflatskjá, sem tekið hefur við af landslagsmyndinni i stofu landsmanna, og tölvur með nettengingu, og alls konar hleðslutæki fyrir græjur samskiptatækninnar.

Kaffivélar sem vantar bara að brenna baunirnar lika, áður en þær mala og laga kaffi, en kanski kemur það einhvern tímann.

Þegar manni verður hugsað nokkra áratugi aftur í tímann þegar allt þetta var ekki til staðar sem er nú í dag, þá er ágætt að hugleiða hvernig maðurinn hafi virkilega komist af án þessarra tækja og tóla.

Sú er þetta ritar á til dæmis ekki uppþvottavél eða flatskjá en hvorugt finnst mér mig vanta sérstaklega hins vegar hefi ég ekki haft mannmargt heimili.

En auðvitað er þetta bara þróun, eða hvað ?

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband