Færsluflokkur: Ljóð

Þótt yfir oss dynji hin óskapar él.....

Ísland er yndislegt augum að sjá,

við árstíða birtu sem himnunum frá.

Andstæður skapa vort einstæða land,

okkar í sálina binda þær band.

 

Þótt yfir oss dynji hin óskaparél,

allt hefur tímann og staðinn, að tel,

þótt myrkrið á stundum, dagana dylji,

er dugur og kjarkur, lífsins vilji.

 

Lífið er til þess að finna og vinna,

sigur í afrekum athafna sinna.

Öðlast og skilja að hver athöfn og orð

spor okkar marka við mannanna borð.

 

Vor auður er einkum að endingu sá,

er uppspretta kærleikans byggir helst á.

Kærleikur heldur í sannleikans hönd,

saman þeir sigra af ströndu á strönd.

 

kv.gmaria.

 


Vegferðin.

Hinn mannlegi þáttur, hann má ekki falla í valinn,

þótt deili menn hvernig sé best að ferðast um dalinn.

Sanngirni og réttlæti í farteski, ætíð skal finna,

þannig mun farsælast verkin hver einustu að vinna.

 

 

Við þurfum menn sem að vita hvert veginn skal feta,

við þurfum menn sem að vilja bæði og geta,

við þurfum menn sem að þora að þoka hér málum,

við þurfum menn sem ei dansa á vogarskálum.

 

kv.gmaria.

 

 

 

 


Veröldin er full af ýmsu fagurlega gerðu.....

Veröldin er full af ýmsu fagurlega gerðu,

ef að aðeins örlítið, af tíma þínum verðu.

Til að lita kring um þig og sjá það sem að er,

finnurðu út að fegurðin, fylgir alltaf þér.

 

kv.gmaria.


Fyrir mínum sjónum færist fornöldin til tíða....

Fyrir mínum sjónum færist fornöldin til tíða,

þar sem vógust fylkingar, vopnin kná að smíða.

Ef til vill er menningin að birta sínar myndir,

en ofurkapp á umbúðir, eru vorar syndir.

 

skúffuvísa.

kv.gmaria.


Öfugmæla saltan sjá....

Öfugmæla saltan sjá

sigla menn á röftum.

Ekki nokkurn fiskinn fá,

með öngulinn í kjöftum.

 

vísa úr skúffunni.

kv.gmaria.


Ég gæti sagt svo margt og mikið......

Ég gæti sagt svo margt og mikið,

mælt í hljóði, hafið raust.

Þótt í burtu þyrlist rykið,

það kemur aftur endalaust.

 

Þá er að hamra, aftur , aftur,

enn á ný, að hækka róm.

Með von um það að komi kraftur,

kanski með sinn leyndardóm.

kv.gmaria.


Ó Öld.

Hví stöndum vér stjarfir og störum í bláinn,

styðjum á hnappana dag eftir dag ?

Réttlætishugsjón vor horfin og dáin,

við höfum ei skoðun á annarra hag.

 

Í eilífum hringdansi hraða og keppni,

hlaupum við móðir, markinu að ná.

Hvers vegna aldregi, kemur vor heppni,

við kunnum ei fullkomna skýringu á.


Í sífelldu kapphlaupi að hefja sem mest vora hylli,.....

Hlaupandi fram og til baka öfganna á milli.

Eigum vart orð yfir eigin ágæti og snilli.......................

 

og svo kemur hvað ?

 Lýsi eftir góðum botni !

kv.gmaria.


Ísland. gamall kveðskapur úr skúffunni.

Ísland er yndislegt augum að sjá,

við árstíða birtu sem himnunum frá.

Andstæður skapa vort einstæða land,

okkar í sálina binda þær band.

 

Þótt yfir oss dynji hin óskapar él,

allt hefur tímann og staðinn, að tel.

Þótt myrkrið á stundum dagana dylji,

er dugur og kjarkur lífsins vilji.

 

Lífið er til þess að finna og vinna,

sigur í afrekum athafna sinna.

Öðlast og skilja að hver athöfn og orð,

spor okkar marka við mannanna borð.

 


Að jafna, hitt og þetta.

Jafna meira, jafna betur,

jafna allt á jörðu hér.

Jafna þar til enginn getur.

jafnað það sem eftir er.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband