Færsluflokkur: Ljóð

Ég gæti sagt svo margt og mikið , mælt í hljóði, hafið raust....

en þótt í burtu þyrlist rykið. Það kemur aftur endalaust.

 

Þá er að reyna aftur, aftur,

enn á ný að hækka róm.

Vita hvort að komi kraftur

kanski með sinn leyndardóm.

kv.gmaria.


" Komdu nú að kveðast á, kappinn ef þú getur.... láttu ganga ljóðaskrá, ljóst í allan vetur "

Finndu orð sem ríma, því það er andleg glíma, og þeim mun meiri tíma sem það tekur þig að ríma, því meira rúm fær hugur þinn í hugtakinu tíma.

kv.gmaria.


Erjur.

Af hverju eru í sífellu,

erjur manna í milli?

Vantar okkur virkilega,

meira vit og snilli ?

Til að stjórna sjálfum oss

og öllum vorum tólum.

Til að fela landið þeim

börnum sem við ólum ?

kv.gmaria.


Reyndu.

Til þín sem ert í lifsins ólgusjó,

og finnur ekki næga lífsins fró,

farðu nú og finndu penna og blað,

festu þínum vandamálum stað.

 

Finndu orð sem ríma, því það er andleg glíma.

Og því mun meiri tíma sem það tekur þig að ríma,

því meira rúm fær hugur þinn í hugtakinu tíma.

kv.gmaria.

 


Við höfum svo mikið sem hendum á glæ...

Við höfum svo mikið sem hendum á glæ,

í hugsunarleysi og spani.

Ef nýttum við hluti úr nógbrunnasæ,

þá væri ekki eins mikið af skrani.

kv.gmaria.


Óður til Seðlabankans.

Vér mótmælum harðlega, hér er á ferð,

heimska og vitleysa, öðru fremur.

Skal ég greiða skatta, við slíka gerð,

skuldbundin til þess sem laununum nemur ?

kv.gmaria.


Gömul vangavelta úr kommóðuskúffunni.

Enn er nú liðið eitt atburða ár,

atburða mikilla, harmur er sár.

Fallin í valinn svo fjöldamörg líf,

ó finn þú oss Drottin í sorginni hlíf.

 

Þótt yfir oss dynji hin óskapar él,

allt hefur staðinn og tímann að tel.

Þótt myrkrið á stundum dagana dylji,

er dugur og kjarkur, lifsins vilji.

 

Lífið er til þess að finna og vinna,

sigur í afrekum athafna sinna.

Öðlast og skilja að hver athöfn og orð,

spor okkar marka við mannanna borð.

 

Vor auður er einkum að endingu sá,

er uppspretta kærleikans byggir helst á.

Kærleikur heldur í sannleikans hönd,

saman þeir sigra af ströndu á strönd.

 

Ísland er yndislegt augum að sjá,

við árstíða birtu sem himnunum frá.

Andstæður skapa vort einstæða land,

okkar í sálina binda þær band.

 

Vort auðuga málið við eigum að virkja,

vekja upp vísugerð, fara að yrkja.

Finna svo hvernig í hrynjandi tónum,

hefjum við okkur á flug upp úr skónum.

 

kv.gmaria.


Skilgreinda markmiðaflóðið.

Allt í einu lærðist oss,

að skilgreina.

Skilgreina og skilgreina,

flóðið vorra markmiða

er flýtur yfir oss.

Ó hve slíkt er dýrlegt hnoss,

skilgreind markmið, eins og foss.

flýtur yfir oss í kross.

 

Skilgreind er vor hamingjan,

afmörkuð er ánægjan.

í tölu samhengi.

Umhyggja í prósentum.

afmarkast af laununum,

er mæla hagvöxtinn.

 

Hagvöxtur til framtíðar,

hugmyndir til sparnaðar,

háleitt markmið sett á blað.

Sparnaðurinn sparar ei,

spekinganna bortnar fley,

auður ekki vex.

 

kv.gmaria.

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband