Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

Trúin á Evrópusambandið er "öfgamarkaðshyggja".

Það er vissulega með ólíkindum að flokkur eins og Samfylkingin sem hefur einn flokka á stefnuskrá að ganga í Evrópusambandið, skuli hafa náð því að koma umsóknarferli á dagskrá gegnum þingið í andstöðu við meirihluta þjóðarinnar.

Hrossakaupin við stjórnarsáttmálann í þessu efni eru og verða hneisa fyrir báða stjórnarflokkana er fram líða tímar.

Stórmarkaðshyggja sú er ræður för varðandi vilja til inngöngu í Evrópusambandið er að mínu viti " öfgahyggja " á þann veg að menn átta sig ekki á þvi að flest allar stærðarhagkvæmnisformúlur hafa stórlega umbreyst, þar sem vandi þjóða bandalagsins og bandalagið sjálft og tilvist þess er í kreppu þar að lútandi sem ekki sér fyrir endann á.

Samfylkingin er með Evrópusambandsaðild á stefnuskrá sinni og stefnuskrá Samfylkingarinnar virðist mikilvægari en hvers konar endurmat á stöðu mála í þessu sambandi til handa landi og þjóð.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Sértrúarsöfnuður en ekki stjórnmálaflokkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi Íslendinga, frestar fundi þingnefndar út af Facebookfærslu.

Að þingnefnd skuli fresta fundi út af færslu þingmanns á fésbókinni er fáheyrt fyrirbæri og óhjákvæmilega kemur æði margt upp í hugann varðandi það atriði hvort þingið hafi ef til vill ekki áttað sig á upplýsingasamfélaginu þar sem þingmenn sem aðrir geta látið sína skoðun í ljósi, þar á bæ sem annars staðar.

Því miður ber þetta mál með sér keim af því að stjórnvöld vilja salta óþægileg tíðindi til þess að geta matreidd þau krydduð að hentugleikum við opinberun.

kv.Guðrún María.


mbl.is Þingmenn þrefa um Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar var hið íslenska Fjármálaeftirlit ?

Hafi einhver ein stofnun brugðist í aðdraganda þessa hruns þá hlýtur sú hin sama stofnun að heita Fjármálaeftirlit.

Viðkomandi aðilar höfðu með höndum eftirlit í þessu efni og áttu að hafa yfirsýn yfir starfssemi fjármálafyrirtækja hér á landi  og útrás þeirra hinna sömu sem og stærð, umfang og áhættu.

 

kv.Guðrún María.

 


mbl.is Lögðust gegn flutningi Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað kosta þessir fjórir dagar ríkissjóð ?

Væntanlega hefur þurft að greiða fulltrúum stjórnlagaráðs laun fyrir fjóra daga í viðbót við fyrri störf, en nú við það að svara spurningum frá þingnefnd um niðurstöðuna án þess þó að sú hin sama niðurstaða sé eitthvað öðruvísi, samkvæmt fréttinni.

Var þetta kanski launalaus vinna ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Störfum stjórnlagaráðs lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilgangslaust fyrir Þórólf eða aðra sem hyggjast bjóða sig fram gegn sitjandi forseta.

Núverandi forseti lýðveldisins gefur kost á sér áfram og hann hefur sýnt það og sannað að hann hefur virkjað Bessastaði, þess efnis að færa vald til fólksins í þjóðaratkvæðagreiðslum um deilumál á tímum þar sem nauðsyn þess var afskaplega mikilvæg eins og í Icesavemálinu.

Hann nýtur því meirihlutafylgis þjóðarinnar og ég tel að enginn komist með tærnar þar sem hann hefur hælana í því efni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Fyrrverandi borgarstjóri íhugar forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað á að setja mikið af lögum í lagasafnið sem hægt er að færa inn í önnur gildandi lög ?

Það getur ekki verið að til þurfi að koma sérstök lagasetning á Alþingi um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda, er leitt hefur til þess að viðkomandi hefur farið í kynskiptiaðgerð.

Einfaldlega vegna þess að þar er um að ræða, það fáa einstaklinga að réttarstöðu viðkomandi HLÝTUR að vera hægt að færa inn í gildandi lagabálka er varða réttarstöðu viðkomandi.

Nú þegar er sannarlega nógu mikið til af lögum sem eru algjörlega óþörf um efni sem hægt er að færa inn í gildandi lög í landinu.

Sérstök lög um slík mál kunna einnig að varða fleira en réttindi viðkomandi, því skyldi ekki gleyma, og þar á ég við það atriði að einhverjir hafa hugsanlega að því atvinnu að sérhæfa sig í kynáttunarvanda og sérlög um það hið sama mál því hugsanlega til þess fallin að tryggja atvinnuhagsmuni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Tillögur að frumvarpi um réttindi transfólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með ólíkindum að ekki skuli til staðar nú þegar áætlanir fyrir hvert sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu.

Einu sinni enn rita ég um þetta mál, er varðar það atriði að ekki skuli nú þegar vera til staðar almannavarnaáætlanir hér á höfuðborgarsvæðinu.

Áætlanir sem kynntar hafa verið almenningi um það hvert viðkomandi á að leita ef hugsanlega þyrfti að yfirgefa heimili sín.

Ég gerði mér litið fyrir hér um árið þegar ris hófst í Eyjafjallajökli og spurðist fyrir um almannavarnaráætlanir á svæðinu, þar sem mínir nánustu bjuggu, og fékk greinargóð svör frá þeim aðilum sem ég beindi fyrirspurnum að á þeim tíma, en þá var verið að fara í gang með undirbúning áætlanna sem síðar þurfti að nota og nýta vegna eldgoss í jöklinum.

Áður en það kom til var íbúum ljóst, hvert átti að fara ef yfirgefa þyrfti heimkynni sín, því það hið sama var búið að kynna.

Hér á fjölmennasta svæði landsins er ekkert slikt til staðar sem telja má með ólíkindum í raun.

Vonandi geta menn komið slíku á koppinn áður en eitthvað kemur upp á í þessu efni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Auka þarf viðbúnað verulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um daginn og veginn.

Það er ótrúlegt hvað tíminn flýgur áfram þótt maður sé ekki lengur hluti þeim sem getur farið til sinnar vinnu hvern dag.

Ég er svolítið fúl yfir því að fá þetta hálkuvesen aftur núna, því þá get ég ekki gengið mína göngutúra, en hef farið í sund til að hreyfa mig, en hreyfingin skiptir mig máli til þess að halda mögulegum styrk til athafna og koðna ekki niður.

Ég hef fundið mér verkefni við að prjóna, og ef ég passa mig á því að sitja ekki of lengi í einu við það þá slepp ég við verkjavesen.

Ég er í sjúkraþjálfun einu sinni í viku sem hjálpar til við að minnka verkjatilstand.

Ég reyni að velta mér ekki upp úr því hvernig ég er, því það hið sama bætir ekki ástandið og maður verður að halda áfram í því vona að kanski geti maður orðið aðeins skárri með tímanum.

kv.Guðrún María.


Gat beðist afsökunnar í Kastljósi, en gerði ekki !

Viðkomandi þingmaður fékk tækifæri til þess að iðrast þess að hafa tengt voðaatburð við þjóðfélagsástand, sem var algjörlega óviðeigandi af hans hálfu sem þingmanns, en það gerði hann ekki heldur hélt áfram við sinn málflutning í þessu sambandi.

Ég er sammála geðlækninum varðandi það að hann grafi undan trausti sjálfum sér til handa, en tel að hann grafi einnig undan trausti á þeim stjórnmálasamtökum sem hann starfar fyrir og hörmulegt ef menn ætla að reyna að hampa slíkum viðhorfum þar sem skortur á siðviti er til staðar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Segir Þór fara frjálslega með staðreyndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni.

Umsamin laun á vinnumarkaði, þar með talið lágmarkstaxtar eiga að nægja til framfærslu einstaklinga í einu þjóðfélagi.

Verkalýðshreyfingin getur því ekki kastað frá sér boltanum til stjórnvalda hvað varðar umræðu um fátækt, meðan lágmarkstaxtar á vinnumarkaði samræmast ekki neysluviðmiðum þeim sem reiknuð hafa verið út í þessu sambandi.

Upphaf mikillar fátæktargildru margra var á sínum tíma frysting skattleysismarka sem verkalýðshreyfingin andmælti ekki svo nokkru nemi.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mörg íslensk börn alast upp í fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband