Með ólíkindum að ekki skuli til staðar nú þegar áætlanir fyrir hvert sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu.

Einu sinni enn rita ég um þetta mál, er varðar það atriði að ekki skuli nú þegar vera til staðar almannavarnaáætlanir hér á höfuðborgarsvæðinu.

Áætlanir sem kynntar hafa verið almenningi um það hvert viðkomandi á að leita ef hugsanlega þyrfti að yfirgefa heimili sín.

Ég gerði mér litið fyrir hér um árið þegar ris hófst í Eyjafjallajökli og spurðist fyrir um almannavarnaráætlanir á svæðinu, þar sem mínir nánustu bjuggu, og fékk greinargóð svör frá þeim aðilum sem ég beindi fyrirspurnum að á þeim tíma, en þá var verið að fara í gang með undirbúning áætlanna sem síðar þurfti að nota og nýta vegna eldgoss í jöklinum.

Áður en það kom til var íbúum ljóst, hvert átti að fara ef yfirgefa þyrfti heimkynni sín, því það hið sama var búið að kynna.

Hér á fjölmennasta svæði landsins er ekkert slikt til staðar sem telja má með ólíkindum í raun.

Vonandi geta menn komið slíku á koppinn áður en eitthvað kemur upp á í þessu efni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Auka þarf viðbúnað verulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála og búin að vera það lengi ekki að ástæðulausu því að það vofir yfir okkur mikil og stór vá það eru stórar hamfarir! allavega er það tilfynnig mín og margra annara að svo sé, auðvitað er það frábært að við séum ekki að hafa rétt fyrir okkur en eins og þú segir þá eru viðbraggðsáætlanir engar sýnilegar fyrir íbúa stærstan hluta lansins eins og engin sé morgundagurinn! Það er enn ein fáviskan sem einkennier stjórn og stjórnvöld lands okkar sem virðast vera vanhæf til nokkura verka því miður svo vanhæf að það sætir furðu!

Sigurður Haraldsson, 9.3.2012 kl. 07:43

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurður.

Þetta er ekki nógu gott, svo mikið er víst.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.3.2012 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband