Trúin á Evrópusambandið er "öfgamarkaðshyggja".

Það er vissulega með ólíkindum að flokkur eins og Samfylkingin sem hefur einn flokka á stefnuskrá að ganga í Evrópusambandið, skuli hafa náð því að koma umsóknarferli á dagskrá gegnum þingið í andstöðu við meirihluta þjóðarinnar.

Hrossakaupin við stjórnarsáttmálann í þessu efni eru og verða hneisa fyrir báða stjórnarflokkana er fram líða tímar.

Stórmarkaðshyggja sú er ræður för varðandi vilja til inngöngu í Evrópusambandið er að mínu viti " öfgahyggja " á þann veg að menn átta sig ekki á þvi að flest allar stærðarhagkvæmnisformúlur hafa stórlega umbreyst, þar sem vandi þjóða bandalagsins og bandalagið sjálft og tilvist þess er í kreppu þar að lútandi sem ekki sér fyrir endann á.

Samfylkingin er með Evrópusambandsaðild á stefnuskrá sinni og stefnuskrá Samfylkingarinnar virðist mikilvægari en hvers konar endurmat á stöðu mála í þessu sambandi til handa landi og þjóð.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Sértrúarsöfnuður en ekki stjórnmálaflokkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband