Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Ekki nóg að tala endalaust um endalausar breytingar ?

Sigríður þingmaður Samfylkingar situr sitt fyrsta kjörtímabil á Alþingi og hefur þvi ekki öðlast þingreynslu sem heitið geti og venjan hefur verið sú að einkum stjórnarþingmenn kvarta undan gagnrýni minnihluta sem þeir hinir sömu eru þó allsendis ekkert betri að taka mark á svo nokkru nemi sem aðilar við stjórnvölinn.

Fyrir það fyrsta þurfa kjörnir þingmenn að virða þingið og það atriði að tala um vinnustað sinn " í ruglinu " ber ekki beinlínis vott um virðingu með orðanna hljóðan.

Það atriði að við þurfum að leita út fyrir landssteina að fyrirmynd í þessu efni get ég ekki séð og álit að með nýrri kynslóð komi ný vinnubrögð.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Alþingi Íslendinga er í ruglinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða verkefni er að takast Steingrímur ?

Ráðherra hóf mál sitt á svartagallsrausi um það verkefni að taka við völdum í efnahagslegri niðursveiflu, og sami gamli tónninn og sá hinn sami hefur viðhaft í áraraðir var fyrir hendi nú sem endranær.

Í ljósi þess að ráðherra lítur svo á að verkefni efnahagsmála sé að takast þá hefði ekki verið úr vegi að hefja ræðu með því að tala kjark í þjóðina, en það tækifæri var ekki nýtt til þess arna.

Það væri nú fínt ef landsmenn hefðu sömu sýn á stöðu mála og ráðherra, en ég tel að svo sé þvi miður ekki.

Það atriði að draga fram eldgos og hestapest, sem orsök þess að hagvaxtar nyti ekki við er aumt annað verður ekki sagt og einkenni þess vælutóns sem einkennt hefur stjórnarformið.

Nær hefði verið að benda á einhver atriði sem stjórnvöld teldu að kynni að auka hagvöxt á komandi árum en sleppa því að draga fram hamfarir sem enn standa mönnum nærri.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Verkefnið er að takast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

" Rís þú unga Íslands merki, upp með þúsund radda brag..."

Það er deginum ljósara að við Íslendingar höfum ekkert að gera inn í Evrópusambandið nú um þessar stundir, og meirihluti þjóðarinnar er andsnúinn aðildarumsókn hvort sem stjórnvöldum líkar betur eða ver.

Það atriði að henda fjármunum í aðildarviðræður undir þessum kringumstæðum er fásinna.

kv.Guðrún María.


mbl.is Umsóknin tekin fyrir 17. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Læknar líti sér nær.

Er " óhreinn tækjabúnaður " orsök þess að sýkingar í kjölfar aðgerða eru til staðar þótt læknar framkvæmi aðgerðir ?

Varla.

Því miður finnst mér Svanur hafa hér fátækleg rök fram að færa varðandi hamagang gegn starfssemi Jónínu hvers konar einkum og sér í lagi varðandi " óhreinan tækjabúnað "

Dæmi um alls konar sýkingar geta verið til staðar eftir hverja einustu aðkomu að líkama mannsins, hvort sem um er að ræða að bera krem á andlit, eða þvo sér eða taka pillur sem kunnna að valda ofnæmi og ígerð í kjölfarið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ristilskolun og sníkjudýr í görnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir ári síðan gátu stjórnvöld tekið ákvarðanir um framkvæmdir fyrir 5 milljarða.

Það gefur augaleið að fjármunir til greiðslu atvinnuleysisbóta eru EKKI að byggja upp eitt þjóðfélag nema síður sé.

Ég tel að ákvarðanataka á réttum tíma skipti máli en þeir flokkar sem nú skipa ríkisstjórn landsins eru báðir að koma þar að í fyrsta skipti sem flokkar, og ekki aðeins ósamstiga að hluta til heldur einnig ákvarðanafælnir um mál sem skipta eitt þjóðfélag verulegu máli til að byggja upp úr efnahagslegu hruni eins fjármálakerfis.

Ég tel að hefði núverandi ríkisstjórn leitað hófa hjá sveitarfélögum varðandi það atriði að fá tillögur um nauðsynlegar framkvæmdir um allt land, fyrir ári síðan sem atvinnu í formi útboða við hin ýmsu verkefni, fyrir 5 milljarða, hefði þeim fjármunum verið betur varið en til greiðslu atvinnuleysisbóta.

Þar hefði nefnilega setið eftir árangur verka sem víða þarf að vinna og bíður framtíðar og fer ekki neitt.

Þess í stað hafa stjórnvöld að vissu leyti staðiðí eitt ár með brunaslöngur til þess að dæla vatni á brunarústir markaðskerfis, þar sem eldur er löngu slökknaður. Fyrstu aðgerðir voru reyndar að hella olíu á eldinn með skatta og gjaldahækkunum en svo voru það brunaslöngurnar.

Það vantar eins og oft áður kjark og þor til að taka ákvarðanir á réttum tíma.

kv.Guðrún María.


mbl.is 12 milljarðar í atvinnuleysisbætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

" HREINSA ÞARF ÁRFARVEGI " segja sérfræðingar Veðurstofu, hefjast þarf handa...

Mér hefur alltaf fundist það hundleiðinleg aðferðafræði að menn bíði eftir því að skaði sé skeður með það sem þarf og verður að gera, en raunin er sú að afleiðingar eldgoss af þeirri stærðargráðu sem gosið í Eyjafjallajökli er, kallar á ýmis mannanna verk til varnar.

Sérfræðingar veðurstofunnar hafa gefið það út að líkur á flóðum sem þessum séu verulegrar og það er nóg til að hraða því verki sem þarf að vinna.

Árfarvegir eru fullir af drullu og viðbótarvatnsmagn setur allt svæðið í hættu hvað varðar skemmdir á gróðri og mannvirkjum, en þjóðvegur 1. er miðja vegu á þessu svæði og það gefur augaleið að hringvegurinn rofnar með tilheyrandi vandamálum þar að lútandi.

Bændur mega ekki við meira tjóni en nú þegar er orðið á þessu svæði svo mikið er víst.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Verulega líkur“ á eðjuflóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðildarumsókn að Evrópusambandinu var fumhlaup þessarar ríkisstjórnar, og ber að endurskoða.

Vinstri hreyfingin Grænt framboð er andsnúin aðild að Evrópusambandinu og nákvæmlega vegna þess er sá hinn sami flokkur í ríkisstjórn, nú þvi afskaplega margir gáfu þeim hinum sama flokki atkvæði í síðustu þingkosningum einungis vegna þess hins arna.

Sami flokkur samþykkti hins vegar stefnumál samstarfsflokksins Samfylkingar um inngöngu í Esb, svo furðu sætir, og misbýður eðli máls samkvæmt vitund þeirra sem gáfu þeim hinum sama flokki atkvæði sitt.

Það atriði að hefja starf þessarar stjórnar með því að troða máli þessu í gegn var afskaplega lágkúrulegt fyrir báða þessa flokka.

Þessi þingsályktunartillaga Unnar er fagnaðarefni og vonandi bera menn gæfu til að samþykkja hana, svo fremi þeir hafi fylgst með þróun mála.

kv.Guðrún María.


mbl.is Umsókn um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær rofnar þjóðvegur 1, undir Eyjafjöllum, við Svaðbælisá ?

Nú dugar ekkert hangs, það verður að hreinsa upp úr farvegi Svaðbælisár, eins og skot,en vatn má aðeins hækka um 45 cm þá er það komið yfir brúna yfir þjóðveg 1.

Jafnframt er áin þá fljótandi yfir mikinn hluta láglendis til sjávar þar sem skemmdir á túnum verða enn meiri en orðið er, en nóg er samt.

Það er tilgangslaust að grafa upp farveginn hluta árinnar fyrir ofan brú, ef það er ekki gert samtímis alla leið til sjávar eins og ég benti á um daginn.

Ég skora á ráðamenn að huga að þessu hið fyrsta og það þarf aðeins vana menn á staðinn strax til að hefjast handa, en fjármagn þarf að tryggja til verksins alla leið, að öðrum kosti er verið að henda fjármunum í súginn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Aðeins 45 cm í brúargólfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ættu kanski frekar að spá í bolla !

Það liggur við að maður hafi fengið ákveðið ofnæmi fyrir hagspám allra handa en sennilega væri ágætt að fara að fá yfirlit yfir það hvernig slíkar spár standist og hafi staðist frá því að spásérfræðingarnir hófu störf við slíkt.

Greiningardeildir bankanna voru með spádóma á færibandi fyrir hrun ef ég man rétt, en endurmat þeirra hinna sömu spádóma, hefur lotið minni frásögnum.

EF til vill ættu sérfræðingarnir til tilbreytingar að spá í bolla.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ólíkar hagspár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voru ekki 232 kvartanir á heilbrigðisþjónustuna árið 2009 ?

Kíkti inn á síðu Landlæknisembættisins, og þar kom fram að kvartanir á starfssemi Jónínu hafi komið frá " sjúklingum, læknum, vísindamönnum og öðrum hópum.... " jafnframt segir aðstoðarlandlæknir að " fólki blöskri auglýsingamennska... " sem er nú frekar óvísindalegt orðaval, og huglægt mat í raun.

Ég hygg að embættinu væri nær að ræða um þá annmarka sem heilbrigðisþónustan á við að stríða og birtist án efa í þeim 232 kvörtunum sem til staðar voru árið 2009, en að agnúast út í Detox meðferðina hjá Jónínu.

EF ég þekki rétt hafa nokkrir frekjudallar í læknastétt att Matthíasi út í þennan hamagang gegn Jónínu, og hver veit nema sömu aðilar hafi hagsmuna að gæta gagnvart lyfjafyrirtækjunum, þar sem all margir hafa farið boðsferðir í kynningar hér um tíma að minnsta kosti, kanski hefur það minnkað í heimskreppunni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Detox ekki heilbrigðisþjónusta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband