Aðildarumsókn að Evrópusambandinu var fumhlaup þessarar ríkisstjórnar, og ber að endurskoða.

Vinstri hreyfingin Grænt framboð er andsnúin aðild að Evrópusambandinu og nákvæmlega vegna þess er sá hinn sami flokkur í ríkisstjórn, nú þvi afskaplega margir gáfu þeim hinum sama flokki atkvæði í síðustu þingkosningum einungis vegna þess hins arna.

Sami flokkur samþykkti hins vegar stefnumál samstarfsflokksins Samfylkingar um inngöngu í Esb, svo furðu sætir, og misbýður eðli máls samkvæmt vitund þeirra sem gáfu þeim hinum sama flokki atkvæði sitt.

Það atriði að hefja starf þessarar stjórnar með því að troða máli þessu í gegn var afskaplega lágkúrulegt fyrir báða þessa flokka.

Þessi þingsályktunartillaga Unnar er fagnaðarefni og vonandi bera menn gæfu til að samþykkja hana, svo fremi þeir hafi fylgst með þróun mála.

kv.Guðrún María.


mbl.is Umsókn um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband