Hvenær rofnar þjóðvegur 1, undir Eyjafjöllum, við Svaðbælisá ?

Nú dugar ekkert hangs, það verður að hreinsa upp úr farvegi Svaðbælisár, eins og skot,en vatn má aðeins hækka um 45 cm þá er það komið yfir brúna yfir þjóðveg 1.

Jafnframt er áin þá fljótandi yfir mikinn hluta láglendis til sjávar þar sem skemmdir á túnum verða enn meiri en orðið er, en nóg er samt.

Það er tilgangslaust að grafa upp farveginn hluta árinnar fyrir ofan brú, ef það er ekki gert samtímis alla leið til sjávar eins og ég benti á um daginn.

Ég skora á ráðamenn að huga að þessu hið fyrsta og það þarf aðeins vana menn á staðinn strax til að hefjast handa, en fjármagn þarf að tryggja til verksins alla leið, að öðrum kosti er verið að henda fjármunum í súginn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Aðeins 45 cm í brúargólfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Sæl.

Skv. fréttinni eru 45 cm frá botni árinnar í brúargólfið.  Ég veit að þetta er dæmi um slæma fréttamennsku, en ég er ekki viss um að vatnsborðið muni rísa svo að það muni ná það langt að það muni sópa brúnni burtu.  Ef svo gerist mun vera þörf fyrir aðra og betri brú á sama stað...

Kv. Sigurjón

Sigurjón, 13.6.2010 kl. 05:17

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurjón.

Eitt eljufljóð getur fyllt upp það sem á vantar við brúna, þannig að vatnið flæðir þá yfir veg og akra.

Brúin sjálf fer varla enda frekar nýleg.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.6.2010 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband