Þverpólítísk flokkagleraugu er það sem Ísland þarf.

Ég efa ekki að þverpólítísk flokkagleraugu gætu verið eins mikil tekjuöflun nú um stundir og bleik og blá kynjagleraugu, sem ég hefði nú haft með öðrum litum en þeim sem aðskilja kynin fyrst við fæðingu, hefði ég fengið einhverju þar um að ráða.

Þverpólítisk flokkagleraugu er hins vegar eitthvað sem okkur sárvantar þar sem sama gamla sagan endurtekur sig sitt á hvað hér á landi þar sem flokksmenn flokkanna mæla hverja vitleysu á fætur annarri upp með sínum flokkum sem stjórna hverju sinni svo jaðrar við trúarbrögð.

Allt tal um nýtt viðhorf eftir hrun eins þjóðfélags er jarðsungið jöfnum höndum eftir flokkslínum og eiginhagsmunapoti höfundaréttar tillagna hverju sinni.

Alveg sama hvert forystusauðum hentar að teyma hjörðina hverju sinni, þá leggjast menn á bænateppið og hrópa halelúja fyrir þeim hinum sömu sem sönnum leiðtogum lífs síns.

Hinn gamli undirlægjuháttur i íslensku samfélagi lifir því hvað bestu lifi í stjórnmálaflokkunum, þar sem forystumenn verða í Guðatölu fyrir það eitt að veita forystu ákveðinn tíma í stjórnmálastarfssemi.

Alls konar argaþras illindi og deilur sem forðum daga voru leyst með bardögum hér á landi þar sem menn hjuggu hver annan í herðar niður og rammað hefur verið inn í sögur, birtist í orðum millum flokka á Alþingi Íslendinga og atkvæðagreiðslum þar sem fylkingar greiða atkvæði eftir fylkingalínum.

Eftir höfðinu dansa limirnir.

kv.Guðrún María.


mbl.is Kynjagleraugun sett upp nyrðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband